Ákærður fyrir að senda ólögráða kynlífsmyndir

Það er embætti héraðssaksóknara sem ákærir í málinu.
Það er embætti héraðssaksóknara sem ákærir í málinu. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Embætti héraðssaksóknara hefur ákært karlmann fyrir kynferðisbrot með því að hafa árið 2017 brotið gegn blygðunarsemi stúlku undir lögræðisaldri með því að hafa viðhaft við hana kynferðislegt og klámfengið tal í skilaboðum í farsíma og jafnframt sent henni ljósmynd af fólki í kynferðislegum athöfnum.

Málið var þingfest í héraðsdómi á þriðjudaginn, en maðurinn er ákærður fyrir að hafa brotið með þessu gegn 209. grein almennra hegningarlaga, en þar kemur fram að „hver sem með lostugu athæfi særir blygðunarsemi manna eða er til opinbers hneykslis skal sæta fangelsi allt að 4 árum, en [fangelsi allt að 6 mánuðum] eða sektum ef brot er smávægilegt.“

Þá fer lögráðamaður stúlkunnar fram á að manninum verði gert að greiða eina milljón í miskabætur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert