Trylltist af fögnuði í vinnunni

Ingi Björn í loftinu í miðjum fagnaðarlátum.
Ingi Björn í loftinu í miðjum fagnaðarlátum. Mynd/Skjáskot

Ingi Björn Grétarsson var staddur í vinnunni og hafði verið með annað augað á leik Manchester United og Paris Saint-Germain sem fór fram í gærkvöldi í Meistaradeild Evrópu þegar hann missti sig gjörsamlega er hans menn í United fengu víti skömmu fyrir leikslok.

Í skondinni myndbandsupptöku sést Ingi Björn hoppa og skoppa um gólfið í trylltum fögnuði en með marki úr vítinu og 1-3 sigri hefði United komist áfram í keppninni, sem varð svo raunin.

„Þegar ég sá endursýninguna áður en ég sá VAR var ég viss um að þetta væri víti,“ segir Ingi Björn, sem kveðst hafa fagnað minna þegar Marcus Rashford skoraði svo úr vítinu.

Spáði leiknum 1-3

Ingi Björn starfar á Luxor tækjaleigu og hefur verið önnum kafinn við að setja upp tæki í tengslum við Söngvakeppni Sjónvarpsins undanfarið. „Ég var að vinna upp það sem maður komst ekki í á meðan maður var í Eurovision,“ segir hann, spurður hvers vegna hann var í vinnunni á sama tíma og þessi mikilvægi leikur var í gangi.

United tapaði fyrri leiknum 0-2 á heimavelli og bjuggust fáir við því að liðið kæmist áfram í keppninni enda vantaði tíu leikmenn í aðalliðið. Ingi Björn hafði þó trú á sínum mönnum. „Ég var búinn að spá því að þetta myndi fara 1-3 og var búinn að spá því að David de Gea [markvörður United] myndi skora á 93. mínútu eftir horn en þetta var örugglega betra.“

Spurður hvort það sé daglegt brauð að hann fagni sínum mönnum svona hressilega segir hann að leikurinn í gær hafi verið „svolítið extra“. „Kærastan mín kvartar öðru hvoru yfir hávaða í mér þegar ég er að horfa á leiki heima en þetta var extra sérstakt.“

Ingi Björn er markvörður Berserkja og tengist óskhyggja hans um …
Ingi Björn er markvörður Berserkja og tengist óskhyggja hans um að David de Gea myndi skora í leiknum vafalítið því að þeir spila sömu stöðu á vellinum. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert