Vélin tilbúin fyrir fyrsta mjaldraflugið

Flugvélin sem flytur tvo mjaldra frá Kína til Íslands hefur …
Flugvélin sem flytur tvo mjaldra frá Kína til Íslands hefur verið skreytt af því tilefni. Ljósmynd/Cargolux

Boeing 747-400 ERF vöruflutningaþota Cargolux, sem mun fljúga með tvo mjaldra frá sjávardýragarðinum í Changfeng í Kína til Keflavíkurflugvallar, var kynnt í vikunni.

Telst hún nú tilbúin fyrir verkefnið eftir að talsverðar breytingar voru gerðar á flugvélinni. Hefur meðal annars verið komið fyrir búnaði sem ætlað er að tryggja réttan loftþrýsting og rétt hitastig fyrir flug mjaldranna, að því er fram kemur í svari Cargolux við fyrirspurn Morgunblaðsins.

Kerin sem flytja mjaldrana tvo eru sérstaklega hönnuð fyrir flutninginn og segist Cargolux vera í nánu samstarfi við hönnuði keranna til þess að tryggja öruggan flutning dýranna. Einnig er starfrækt virkt samráð við hvalasérfræðinga og sérfræðinga á sviði dýralækninga „þar sem líkamleg og andleg vellíðan hvalanna er mikilvægasta viðfangsefnið“.

Gert er ráð fyrir að flogið verði um miðjan apríl frá Kína. Þá er framkvæmd verkefnisins sögð á áætlun og að vel gangi að undirbúa mjaldrana fyrir ferðina, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »