Fórna skegginu fyrir Mottumars

Valgeir Valgeirsson bruggari. Nonni Quest hárgreiðslumaður og Sig­urður Pét­ur Snorra­son, …
Valgeir Valgeirsson bruggari. Nonni Quest hárgreiðslumaður og Sig­urður Pét­ur Snorra­son, stofnandi RVK Brew­ing Co. standa fyrir viðburðinum Bruggarar motta sig saman í tilefni af Mottumars. mbl.is/Hari

„Skeggið hefur verið einskonar vörumerki innan stéttarinnar svo það verður forvitnilegt að sjá útkomuna,“ segir Valgeir Valgeirsson bruggmeistari.

Síðdegis í dag munu margir helstu bruggarar landsins koma saman í RVK Brewing Co. í Skipholti og fórna skeggi sínu fyrir mikilvægan málstað. Hinn góðkunni rakari Nonni Quest mætir með rakarastólinn sinn og beittustu hnífa sína á bruggstofuna og hyggst sníða mottur á kafloðna bruggarana. Hægt verður að heita á bruggarana fyrir þetta uppátæki og mun allur ágóði renna til Mottumars-verkefnisins. Eins verður hægt að kaupa varning tengdan Mottumars á staðnum. Uppátæki þetta hefst klukkan 16 í dag og eftir klukkan 18 tekur rakarinn að sér að „motta“ aðra en bjórgerðarmenn fyrir fimm þúsund krónur.

„Það lítur út fyrir að þátttaka verði góð innan bruggarastéttarinnar. Við söfnuðum liði á síðustu bjórhátíð. Það tóku allir vel í þetta seinnipartinn á laugardeginum en svo þurfti reyndar að rifja þetta upp aftur daginn eftir hjá sumum,“ segir Valgeir.

Meðfram rakstrinum verður seldur bjór að hætti hússins og Nonni kemur með veigar frá Quest - Hair, Beer & Whisky Saloon. Þá heldur DJ Grillhelgi uppi stuðinu. Allir eru velkomnir. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert