Hóteleigendur þrifu herbergin

Rétt upp úr klukkan tíu í morgun voru hóteleigendur og rekstraraðilar byrjaðir að þrífa hótelherbergi þar sem hótelþernur höfðu lagt niður störf. mbl.is var á staðnum þegar eigendur tóku til við þrifin. Forstjóri KEA hótela og eigandi Center Hotels eru sammála um að staðan sé grafalvarleg.

Í myndskeiðinu er rætt við Pál L. Sigurjónsson, forstjóra KEA hótela, sem var að gera herbergi klár á Hótel Borg en einnig er rætt við Svanfríði Jónsdóttur, stofnanda og eiganda fjölskyldufyrirtækisins Center Hotels, hún er afar ósátt við hvernig mál hafa þróast og þá sér í lagi umræðuna um hóteleigendur.

Þá er sýnt frá fundi Eflingar í Gamla bíói þar sem félagsmenn komu saman í dag. Þar er rætt við Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann félagsins, ásamt herbergisþernum sem lögðu niður störf. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert