Munu ekki sætta sig við að lifa í óvissu

Hanna Björk Þrastardóttir, móðir Jóns Þrastar Jónssonar, biðlaði til almennings ...
Hanna Björk Þrastardóttir, móðir Jóns Þrastar Jónssonar, biðlaði til almennings í sjónvarpsviðtali á Írlandi í vikunni að þeir sem viti eitthvað um ferðir sonar hennar láti vita, það sé aldrei of seint. Skjáskot/Virgin Media News

Hanna Björk Þrastardóttir, móðir Jóns Þrastar Jónssonar, sem hvarf sporlaust frá Dublin á Írlandi fyrir mánuði síðan, segir síðustu fjórar vikur þær erfiðustu sem hún hefur upplifað á ævinni.

„Ég get ekki ímyndað mér neitt verra en að vita ekki hvar barnið manns er,“ segir hún í viðtali við fréttamann Virgin Media News.

Leitin að Jóni hefur verið fyrirferðarmikil í írskum fjölmiðlum og hefur RÚV eftir Michael Mulligan, yfirlögregluþjóni írsku lögreglunnar, að um 600 þúsund manns hafi fylgst með umfjöllun um leitina og í kjölfarið hafi borist fjölmargar ábendingar. Þær hafa hins vegar engu skilað nema kannski því að ekkert bendi til þess að saknæmt athæfi hafi átt sér stað.

Jón Þröstur kom til Dublin til að taka þátt í pókermóti og skoða sig um í borginni á samt unnustu sinni. Hann sást síðast í grennd við hótelið sem hann og unnusta hans gistu á í Whitehall-hverf­inu,  laug­ar­dags­morg­un­inn 9. febrúar um ell­efu­leytið. Hann var án síma, veskis og vegabréfs.

Jóns Þrastar hefur verið saknað í mánuð og leit hefur ...
Jóns Þrastar hefur verið saknað í mánuð og leit hefur engan árangur borið, enn sem komið er. Ljósmynd/Facebook

„Hann bara hvarf“

Í viðtali við Virgin Media News fer Hanna Björk með fréttamanni á staðinn þar sem síðast sást til Jóns Þrastar þar sem hún lýsir furðu sinni yfir hvarfi sonar síns. „Ég veit ekki hvað gerðist, hann bara hvarf.

„Þetta getur ekki verið satt, þetta er svo ólíkt honum,“ segir hún jafnframt. Aðspurð hvort hún telji að eitthvað slæmt hafi hent son hennar segir hún að fjölskyldan útiloki ekkert á þessum tímapunkti, en haldi í vonina um að finna hann og koma honum heim. „Við verðum að finna hann og tökum svo stöðuna út frá því.“

Hanna Björk biðlar til almennings að gefa sig fram ef einhver hefur svo mikið sem snefil af upplýsingum um Jón Þröst og ferðir hans. „Það er aldrei um seinan og ekki vera hrædd. Ég bið ykkur, vinsamlegast, sem móðir.“   

Hér má horfa á viðtalið við móður Jóns Þrastar í heild sinni.

Skipulögð leit ekki fyrirhuguð á næstunni

Davíð Karl Wiium, bróðir Jóns Þrastar, átti stöðufund með írsku lög­reglunni og yf­ir­manni írsku björg­un­ar­sveit­ar­inn­ar, á miðvikudag. „Staðan er bara sú sama, það er enn verið að fara yfir gríðarlega mikið af ábendingum,“ segir Davíð í samtali við mbl.is.

Ábending sem barst eftir skipulagða leit síðustu helgi um að Jón Þröstur hefði að öllum líkindum farið í leigubíl hefur ekki fengist staðfest ennþá. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um næstu stóru skipulögðu leit, eða hvort af henni verði, á meðan frekari vísbendingar hafa ekki borist. „Við vitum einfaldlega ekki hvar við ættum að byrja eins og staðan er núna,“ segir Davíð.

„Drullu erfitt, afsakið orðbragðið“ 

Á morgun verður mánuður liðinn frá því að síðasta sást til Jóns Þrastar. „Þetta er farið að rífa svolítið í. Þetta er hið dularfyllsta mál og það er eins og að hann hafi gufað upp, það er bara þannig,“ segir Davíð. 

„Þetta er orðið alveg drullu erfitt, afsakið orðbragðið. Þetta er ótrúlega erfitt fyrir alla, en eins og ég hef alltaf sagt, við gefumst ekki upp, við höldum áfram einn dag í einu og vonandi kemur að því einn daginn að það komi ábending sem komi okkur áfram.“

Davíð segir að síðustu fjórar vikur hafi breytt lífi allrar fjölskyldunnar og það verði líklega aldrei samt á ný.

„Maður er hálf dofinn. En á meðan við vitum ekki neitt er ennþá von, það eru jafn miklar líkur á að hann sé á lífi og ekki, fyrir mér alla vega. Hann verður að koma aftur heim, ég get ekki sætt mig við að þurfa að lifa í óvissunni það sem eftir er ef þetta leysist ekki. Ég finn mig knúinn, bæði hans vegna og okkar vegna, að halda áfram og klára þetta,“ segir Davíð. 

Frá útskrift Davíðs Karls Wiium, bróður Jóns Þrastar. Með þeim ...
Frá útskrift Davíðs Karls Wiium, bróður Jóns Þrastar. Með þeim á myndinni eru systur Jóns Þrastar: Þórunnog Anna og bróðir hans Daníel. Ljósmynd/Facebook
mbl.is

Innlent »

Auknar líkur á ofanflóðum

Í gær, 23:55 Veðurstofan varar við auknum líkum á ofanflóðum á Snæfellsnesi og sunnanverðum Vestfjörðum í nótt og fyrramálið. Talsvert mikið rigndi á þessum slóðum í dag samfara leysingu í hlýindum. Meira »

Alþingi heldur sig frá samfélagsmiðlum

Í gær, 22:36 Engin áform eru uppi um að birta auglýsingar frá Alþingi á samfélagsmiðlum eins og Facebook, Instagram, YouTube og Twitter. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari forseta Alþingis við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um auglýsingar á samfélagsmiðlum. Meira »

Óvænt í rekstur í Wales

Í gær, 22:20 Röð tilviljana leiddi til þess að Sveinbjörn Stefán Einarsson, tuttugu og þriggja ára gamall Íslendingur, varð meðeigandi að bókabúðinni Bookends í bænum Cardigan í Wales. Meira »

Utanríkisráðuneytið hlýtur jafnlaunavottun

Í gær, 21:45 Utanríkisráðuneytið hefur hlotið jafnlaunavottun frá Vottun hf. sem er staðfesting þess að jafnlaunakerfi ráðuneytisins samræmist kröfum jafnlaunastaðalsins. Meira »

Barátta óháð kapítalískum fyrirtækjum

Í gær, 21:37 „Verkalýðsbarátta snýst um að tryggja vinnuaflinu mannsæmandi afkomu sama hvað kapítalísk fyrirtæki gera,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, við mbl.is. Fundi verkalýðsfélaga við SA var slitið fyrr en áætlað var í dag vegna óvissunnar varðandi WOW air. Meira »

Hefur gengið 1.157 sinnum á Ingólfsfjall

Í gær, 21:25 „Éljagangur og þoka eins og stundum hafa komið stoppa mig ekki. Mér er fyrir öllu að hreyfa mig og halda mér í formi og því eru fjallgöngurnar fastur liður í mínu daglega lífi,“ segir Magnús Öfjörð Guðjónsson á Selfossi. Hann er útivistargarpur og gengur nánast daglega á Ingólfsfjall sem er bæjarfjall Selfossbúa. Meira »

Kröfuhafar hlynntir endurreisn WOW air

Í gær, 20:58 Kröfuhafar WOW air funduðu klukkan hálfsjö í kvöld. Fundarefnið var áætlun um að umbreyta skuldum WOW air í 49% hlutafjár í félaginu. Samkvæmt heimildum blaðsins var einhugur um áætlunina. Hreyfði enginn mótmælum. Meira »

Fyrirhuguð verkföll á næstunni

Í gær, 19:20 Takist ekki að semja í yfirstandandi kjaradeilum og afstýra þar með frekari verkföllum, að minnsta kosti á meðan tekin er afstaða til þess sem samið hefur verið um, eru eftirfarandi verkföll fram undan miðað það sem hefur verið ákveðið. Meira »

Yrði að sjálfsögðu högg

Í gær, 19:13 Ríkisstjórnin hefur áhyggjur af stöðu WOW air og hefur haft lengi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að erfiðleikarnir hafi legið ljósir fyrir í töluverðan tíma. Forsvarsmenn WOW air funduðu í dag með Samgöngustofu. Meira »

Ólíklegt að skuldum verði breytt í hlutafé

Í gær, 19:08 Jón Karl Ólafs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Icelanda­ir Group, hefur efasemdir um að kröfuhafar WOW air, eins og flugvélaleigusalar, séu tilbúnir að breyta kröfum sínum yfir í hlutafé. Jón Karl sagði í viðtali við þau Huldu og Loga á K100 síðdegis að dagurinn í dag væri dagur ákvarðana hjá WOW air. Meira »

„Menn hafa áhyggjur af stöðunni“

Í gær, 18:40 Staðan á flugmarkaði verður meðal þess sem umhverfis- og samgöngunefnd fjallar um á fundi sínum í fyrramálið. Jón Gunnarsson, formaður nefndarinnar, segir að sú umræða hafi verið ákveðin með skömmum fyrirvara. Meira »

Aflýsa öðru flugi frá London

Í gær, 18:20 Flugi WOW air frá Gatwick til Keflavíkur sem áætlað var seint í kvöld hefur verið aflýst. Þetta er annað flugi WOW air frá Gatwick til Keflavíkur í dag sem er aflýst, en flugi félagsins til Lundúna í morgun var aflýst. Meira »

„Hvernig ráðum við bót á þessu böli?“

Í gær, 17:22 „Við höfum heyrt allt of margar sögur þar sem verið er að brjóta mjög gróflega á réttindum starfsfólks, sem býr við algjörlega óviðunandi aðstæður og er í aðstöðu gagnvart vinnuveitanda sínum sem er á engan hátt ásættanleg,“ sagði Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, á þingi í dag. Meira »

Svigrúm til launahækkana mögulega minna

Í gær, 17:17 „Þeim mun alvarlegri sem svona skellur verður, þeim mun minna svigrúm verður fyrir ferðaþjónustuna að hækka lægstu laun. Krafan sem er í gangi hjá verkalýðshreyfingunni á Íslandi er einmitt að hækka lægstu laun,“ sagði Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, á Alþingi í dag. Meira »

Koma ekki til byggða fyrr en í kvöld

Í gær, 17:13 Búið er að koma hluta af jeppafólki sem var í bílum sunnan Langjökuls til byggða. Ekkert amar að fólkinu, sem lenti í vandræðum við Langjökul í gærkvöldi og óskaði eftir aðstoð björgunarsveita um miðnætti eftir að bílar þeirra ýmist biluðu eða festu sig. Meira »

Vél WOW lögð af stað frá Montréal

Í gær, 16:45 Flugvél WOW Air, TF-DOG, tók á loft frá flugvellinum í Montréal í Kanada klukkan 12.06 að staðartíma, 16.06 að íslenskum tíma, en hún var send af stað eftir að önnur vél félagsins var kyrrsett á vellinum. Meira »

Framkvæmdir hefjast á næstunni

Í gær, 16:25 Reiknað er með að framkvæmdir á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli hefjist á næstunni í kjölfar þess að útboði vegna þeirra lauk á síðasta ári. Gert er ráð fyrir að framkvæmdirnar taki um tvö ár. Meira »

Vill svör um Herjólf og Landeyjahöfn

Í gær, 16:08 Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, óskaði í dag eftir sérstökum fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis til þess að ræða stöðuna á nýjum Herjólfi og dýpkun Landeyjahafnar. Vill hann fá skýrari svör frá Vegagerðinni. Meira »

Vill vísa orkupakkanum til þjóðarinnar

Í gær, 15:51 „Er ekki ástæða til þess að beina þessum þriðja orkupakka til þjóðarinnar og gefa henni kost á að svara hvort hún vilji hann eða ekki?“ spurði Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, Iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, á Alþingi í dag undir óundirbúnum fyrirspurnum. Meira »
Sendibílaþjónustan Skutla. Sími 867-1234
Tökum að okkur allrahanda sendibílaþjónustu á sanngjörnu verði. Sjá nánar á www....
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Hvernig líst þér á Natalie
Vissir þú að nú er 40.000 kr afsláttur af Natalie? Klikkaðu á linkinn fyrir neð...