„Bjór, mottur og hlátur“

Allir bruggarar stóðu myndarlegri upp úr stólnum eftir rakstur Nonna.
Allir bruggarar stóðu myndarlegri upp úr stólnum eftir rakstur Nonna. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hundruð þúsunda króna söfnuðust og tugir andlita fengu breytt og bætt útlit þegar marg­ir helstu brugg­ar­ar lands­ins komu sam­an í RVK Brew­ing Co. í Skip­holti á föstudag og létu snyrta sig til styrktar Mottumars. „Gekk alveg svakalega vel og var gríðarlega gaman,“ segir rakarinn Nonni Quest í samtali við mbl.is, sem sá um að snyrta skegg bruggara og annarra sem lögðu leið sína í Skipholtið fyrir helgi.

Nonni segir bruggarana hafa verið hina bestu kúnna, enda bæði kafloðnir eins og bruggarar eru oft og slakir í rakarastólnum eftir ölsmökkun dagsins. „Þeir voru eins og leir. Þeir voru kannski búnir að fá sér örlítinn bjór, og svo var þetta bara í mínum höndum. Ég fékk svolítið að gera bara það sem ég vildi,“ segir Nonni.

Valgeir Valgeirsson bruggari, Nonni Quest rakari og Sig­urður Pét­ur Snorra­son, …
Valgeir Valgeirsson bruggari, Nonni Quest rakari og Sig­urður Pét­ur Snorra­son, eig­andi RVK Brew­ing Co. mbl.is/Hari

„Ekki berrassaður eins og pulsugerðarkall“

„Persónulega finnst mér, og ég var með það að leiðarljósi þegar ég gerði motturnar á föstudag, að gera eigi motturnar frekar smart. Aðalatriðið er að mönnum líði vel með [motturnar],“ segir Nonni spurður um hvernig honum finnist að góð motta eigi að líta út og bætir við: „Hafa ekki alveg nauðarakað í kring heldur hafa svona örlitla stubba svo maður sé ekki alveg berrassaður eins og pulsugerðarkall.“

Nonni segist vera meira en tilbúinn til að taka þátt í viðburðinum verði hann haldinn aftur að ári. „Bjór, mottur, hlátur og skemmtileg tónlist. Þetta var ótrúlega falleg stund.“

Tæplega tvö hundruð þúsund krónur söfnuðust, sem eins og áður segir rennur til Mottumars-verkefnisins. Í samtali við mbl.is segir Valgeir Valgeirsson, bruggmeistari hjá RVK Brewing co., ekki annað hægt en að stefna að því að halda viðburðinn aftur að ári. „Ég var himinlifandi með þetta. Allt gekk framar vonum,“ segir hann og bætir við að góð þátttaka hafi verið í uppátækinu meðal annarra bruggara.

Nonni Quest snyrtir skeggið á bruggaranum Valgeiri Valgeirssyni í Skipholti …
Nonni Quest snyrtir skeggið á bruggaranum Valgeiri Valgeirssyni í Skipholti á föstudag. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert