Fólk loksins reiðubúið að hlusta

Sævar Helgi Bragason, umsjónarmaður Hvað höfum við gert?
Sævar Helgi Bragason, umsjónarmaður Hvað höfum við gert?

„Þessir þættir fjalla um loftslagsmál frá eins mörgum sjónarhornum og maður getur hugsað sér og viðfangsefnið snertir okkur öll enda er plánetan okkar að breytast hratt af okkar völdum, mannanna. Þá er ég að tala um þætti eins og breytingar á veðurfari, súrnun sjávar, bráðnun jökla og plastmengun, svo fátt eitt sé nefnt.

Yfirskrift þáttanna er Hvað höfum við gert? en gæti alveg eins verið Hvað getum við gert? vegna þess að auk þess að greina vandann horfum við líka til lausna,“ segir Sævar Helgi Bragason, jarðfræðingur og umsjónarmaður nýrra heimildarþátta í tíu hlutum, Hvað höfum við gert?, sem hefja göngu sína á RÚV í kvöld, sunnudagskvöld. 

Sævar Helgi segir mikla áskorun blasa við mannkyni vegna loftslagsbreytinga á jörðinni.

„Við hefðum betur hlustað á vísindin fyrir þrjátíu til fjörutíu árum, þá væri þessi barátta ekki eins strembin og hún er í dag. Við höfum unnið mikið tjón á vistkerfi jarðar, oft og tíðum í þágu græðginnar. En betra er seint en aldrei og full ástæða til að fagna þeirri viðhorfsbreytingu sem orðið hefur vítt og breitt um heiminn á undanförnum árum. Þess vegna koma þessir þættir á hárréttum tíma; fólk er loksins reiðubúið að hlusta og leggja sitt af mörkum. Margt er að breytast til batnaðar og nægir í því sambandi að nefna að dregið hefur jafnt og þétt úr brennslu jarðefnaeldsneytis. Það er til mikils að vinna svo gera megi lífið á jörðinni betra.“

Nánar er rætt við Sævar í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert