Jón og Sigurbjörn unnu bridsmót í Moskvu

Sigurbjörn Haraldsson og Jón Baldursson.
Sigurbjörn Haraldsson og Jón Baldursson.

Jón Baldursson og Sigurbjörn Haraldsson unnu Slava Cup, tvímenningsmót í brids, sem lauk í Moskvu í Rússlandi í dag.  62 pör frá ýmsum löndum kepptu á mótinu, þar af tvö önnur frá Íslandi. 

Jón og Sigurbjörn voru í baráttu um efsta sætið allt mótið en náðu því ekki fyrr en undir lok mótsins í dag. Fyrir sigurinn fengu þeir 10 þúsund dali að launum, jafnvirði 1,2 milljóna króna. Fyrir tveimur árum urðu Jón og Sigurbjörn í 2. sæti á þessu móti.

Norðmennirnir Terje Aa og Allan Livgard urðu í 2. sæti og Rússarnir Júrí Khokjlov og George Matushko í 3. sæti.  Sveinn R. Eiríksson og Magnús E. Magnússon urðu í 27. sæti og Aðalsteinn Jörgensen og Matthías Þorvaldsson í 54. sæti. Þá urðu Júlíus Sigurjónsson og Finninn Kauko Koistenen í 47. sæti. 

Úrslit Slava Cup

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert