10 mánuðir og 69 milljóna sekt fyrir skattabrot

Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness.
Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness. mbl.is/Ófeigur

Karlmaður á sextugsaldri hefur verið dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða 69 milljónir í sekt til ríkissjóðs fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum með því að hafa sem stjórnandi þriggja einkahlutafélaga ekki staðið skil á 23 milljónum í virðisaukaskatt á árunum 2012-2015. Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjaness.

Maðurinn, Sigurður Valgeir Jósefsson, játaði brot sín fyrir dómi og með játningunni, sem fær stoð í gögnum málsins, var hann fundinn sekur um brotin sem tilgreind höfðu verið í ákæru málsins.

Sem fyrr segir er dómurinn skilorðsbundinn, en þá þarf hann að greiða sektina innan fjögurra vikna frá uppkvaðningu dómsins. Geri hann það ekki þarf hann að sæta eins árs fangelsi.

Dómur í málinu féll 28. febrúar, en var birtur á vef dómstólsins fyrir helgi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert