Finna þarf kennsluhúsnæði í vikunni

Fossvogsskóli. Viðgerðir eru að hefjast.
Fossvogsskóli. Viðgerðir eru að hefjast. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fossvogsskóla verður lokað eftir kennslu á miðvikudag vegna raka- og loftgæðavandamála. Kennt verður í skólanum í dag og fram á miðvikudag. Kennsla á að hefjast að nýju annars staðar á mánudag.

Finna þarf pláss fyrir 352 nemendur skólans þær tólf vikur sem eftir eru af skólaárinu. Nemendum í 4. bekk verður áfram kennt í lausum kennslustofum á skólalóðinni. Útvega þarf húsnæði fyrir 1.-3. bekk og 5.-7. bekk. Reynt verður að finna hentugt kennsluhúsnæði sem næst Fossvoginum.

Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs, segir í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag, að velt hefði verið upp ýmsum möguleikum varðandi húsnæði til loka skólaársins. „Við reynum að koma þessu þannig fyrir að sem stærstur nemendahópur geti verið saman á hverjum stað,“ sagði Helgi. „Varðandi þarfir yngstu barnanna þarf að vera aðstaða til útiveru og annars slíks. Eðlilega viljum við að hefðbundið skólastarf nemenda raskist sem minnst. Einnig að vel sé búið að starfsfólki og að samstarf þess geti haldið áfram.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert