Hafna lögbanni á ferðir að flugvélaflakinu

Syðst á Sólheimasandi liggur skrokkur af flugvél sem var í ...
Syðst á Sólheimasandi liggur skrokkur af flugvél sem var í eigu Bandaríkjahers. Þetta var vél af gerðinni Douglas Dakota DC-3 C 117. Flakið hefur verið vinsæll áfangastaður ferðamanna. Landeigendur vildu fá lögbann á skipulagðar hjólaferðir að flakinu, en sjálfir reka þeir ferðaþjónustuna Arcanum. mbl.is/Jónas Erlendsson

Héraðsdómur Suðurlands hefur hafnað kröfum Arcanum ferðaþjónustu ehf. og tíu landeigenda við Sólheimasand um að fella úr gildi synjun sýslumanns á lögbannsbeiðni og leggja á lögbann vegna skipulagðra hjólaferða sem ferðaskrifstofan Tröllaferðir var með á sandinum að flugvélaflakinu sem þar er að finna.

Flugvélaflakið er vinsæll áfangastaður ferðamanna og lét Vegagerðin útbúa bílaplan við þjóðveginn vegna mikils fjölda ferðamanna sem vildu stoppa þar og fara að flakinu. Þangað liggur 7 kílómetra langur vegur, en vegna ágangs lokuðu landeigendur honum fyrir umferð bíla.

Arcanum rekur ferðaþjónustu og eru meðal annars skipulagðar fjórhjólaferðir um veginn niður að flugvélaflakinu. Tröllaferðir hófu svo að fara þangað á hjólum, eða nánar tiltekið svokölluðum „fat bike“-hjólum sem eru með breiðari dekk en eru á hefðbundnum reiðhjólum.

Arcanum og landeigendur töldu að með þessu væri verið að fara út fyrir almannarétt sem heimilar fólki för um land án sérstaks leyfis landeiganda, ef ekki er farið á vélknúnum ökutækjum. Vísað var til kurteisisreglu um að skipuleggjendur ferða ættu að hafa samráð við landeiganda.

Í dóminum kemur fram að Tröllaferðir hafi ekki starfrækt ferðirnar frá því í október og vildu því að málinu yrði vísað frá. Hins vegar kom fram á vefsíðu þeirra að tímabil slíkra ferða væri frá febrúar til október og taldi dómurinn því ekki hægt að vísa málinu frá á þeirri forsendu, enda hefði ekki verið svarað fyrir það fyrir hönd félagsins hvort hefja ætti ferðirnar aftur á þessu ári.

Hins vegar taldi dómurinn ljóst að sandurinn fyrir sunnan þjóðveg, þar sem flakið er að finna, væri ekki í byggð og að ekki væri séð að umræddar ferðir gætu valdið ónæði við nytjar. „Verður því að telja að á grundvelli almannaréttar sé heimilt að fara um sandinn eins og lýst hefur verið og getur ekki breytt því að það sé í ferðum sem eru skipulagðar af varnaraðila. Óumdeildur eignarréttur sóknaraðila á umræddu landi getur þannig ekki leitt til þess að varnaraðila sé óheimilt að fara með ferðamenn um landið eins og hann hefur gert á grundvelli almannaréttarins,“ segir í niðurstöðu dómsins og ekki talið sannað né sennilegt að athöfnin brjóti gegn lögvörðum rétti landeigenda. Tekið er sérstaklega fram að það breyti engu þótt ferðirnar séu í atvinnuskyni.

mbl.is

Innlent »

„Bullandi menning í hverjum firði“

Í gær, 22:15 „Það er frábær stemning í bænum og spennan er í hámarki. Ég er búinn að vera hérna síðustu tvær vikurnar og það er búið að vera stemning í bænum allan þennan tíma,“ segir rokkstjóri hátíðarinnar Aldrei fór ég suður, Kristján Freyr Halldórsson, í samtali við mbl.is. Meira »

Íris í auglýsingu Bernie Sanders

Í gær, 21:52 Ferðalag um Gvatemala leiddi til þess að Íris Gunnarsdóttir kemur fyrir í auglýsingu Bernie Sanders, frambjóðanda í forvali Demókrataflokksins. „Þetta er bara svolítið súrrealískt,“ segir hún um hvernig það er að bregða fyrir í auglýsingunni sem snýr að upplifun kvenna af opinberu heilbrigðiskerfi. Meira »

Búllan skýtur rótum í Noregi

Í gær, 21:00 Hamborgarabúllan við Torggötu er steinsnar frá Dómkirkjunni í Ósló. Innan um plaköt af poppgoðum má þar finna ýmislegt sem minnir á Ísland. „Grundvallaratriði er að gera borgarana eins og Tommi hefur kennt okkur. Við höfum sett sálina aftur í reksturinn,“ segir veitingamaðurinn Christopher Todd. Meira »

Gylfi ekki ákærður fyrir hatursorðræðu

Í gær, 20:08 Lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur fellt niður mál á hendur tónlistarmanninum Gylfa Ægissyni. Samtökin 78 kærðu Gylfa og nokkra aðra fyrir hatursorðræðu árið 2015. Greint var frá þessu í kvöldfréttum RÚV sem segir fram koma í bréfi lögreglustjóra að málið þyki ekki líklegt til sakfellingar. Meira »

Uppselt varð á Tvíhöfða á 65 mínútum

Í gær, 18:21 Á 65 mínútum varð uppselt á sýningu Tvíhöfða sem fer fram í kvöld í Ísafjarðarbíói, segir Kristján Freyr Halldórsson, rokkstjóri hátíðarinnar Aldrei fór ég suður, í samtali við mbl.is. „Það verður bara ein sýning, því miður, því síminn stoppar ekki,“ segir hann. Meira »

Þekkingarleysi á skyldum lögreglu

Í gær, 17:45 Staðir þar sem fíklar geta nálgast hreinar sprautunálar og aðra þjónustu eru ekki undir sérstöku eftirliti lögreglu, en eru þó „enginn griðastaður“ hvað eftirlit laga og reglna varðar. Nýtt frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými, sem er til umsagnar hjá Alþingi fékk harða umsögn lögreglu. Meira »

Blaðamenn búa víða við ótta

Í gær, 17:27 Ísland er í fjórtánda sæti á lista yfir fjölmiðlafrelsi í ríkjum heim, samkvæmt nýjum matskvarða Blaðamanna án landamæra, The World Press Freedom Index. Ísland fer niður um eitt sæti á milli ára. Meira »

Í gæsluvarðhald með falskt vegabréf

Í gær, 17:00 Landsréttur staðfesti í gær úrskurð héraðsdóms Reykjavíkur um gæsluvarðhald yfir manni sem var handtekinn á þriðjudag er hann notaði falsað skilríki í banka. Kom þá í ljós að maðurinn var eftirlýstur og með endurkomubann og var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald til 24. apríl. Meira »

Aftur lokað að Dettifossi

Í gær, 16:36 Aftur er búið að loka fyrir umferð að Dettifossi og nú vegna asahláku á svæðinu. Greint var frá því í morgun að búið væri að opna fyrir umferð um Detti­foss­veg frá Þjóðvegi 1 og norður að foss­in­um, en lokað hafði verið frá því á mánudag. Meira »

Óánægja með viðtöl Bandaríkjamanna

Í gær, 14:05 Flugfarþegi lýsti í dag óánægju sinni með framgöngu manna í brottfararsal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar í Facebook-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar. Mennirnir tveir spurðu fólk spurninga um það hvert það hygðist ferðast. Meira »

Líf og fjör í páskaeggjaleit K100

Í gær, 12:49 Fjölmargir, ungir sem aldnir, litu við í Hádegismóum í dag þar sem fram fór páskaeggjaleit útvarpsstöðvarinnar K100. Líf og fjör var í leitinni og gestirnir nutu útivistarinnar til hins ýtrasta. Boðið var upp á veitingar fyrir alla. Meira »

Stormur sökk í Reykjavíkurhöfn

Í gær, 12:19 Lítill bátur með utanborðsmótora sem ber nafnið Stormur sökk í Reykjavíkurhöfn í gær. Unnið er að því að ná honum upp úr höfninni. Meira »

Göngunum lokað vegna mengunar

Í gær, 11:50 Loka þurfti fyrir umferð um Hvalfjarðargöng fyrr í morgun sökum þess að mengun í göngunum fór upp fyrir leyfileg mörk. Búið er að opna göngin aftur, en samkvæmt starfsmanni Vegagerðarinnar sem mbl.is ræddi við má búast við því að þetta gerist af og til um helgina. Meira »

Búið að opna að Dettifossi

Í gær, 10:50 Búið er að opna fyrir umferð um Dettifossveg frá Þjóðvegi 1 og norður að fossinum. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Vatnajökulsþjóðgarðs. Aðstæður á gönguleiðum við fossinn eru þó sagðar „vægast sagt fjölbreyttar“. Meira »

Tímaferðalag Ævars á svið

Í gær, 10:00 Ævar Þór Benediktsson hefur samið við Þjoðleikhúsið um að ný gerð af Þínu eigin leikriti verði frumsýnd á næsta leikári í leikstjórn Stefáns Halls Stefánssonar. Nýja leikritið verður byggt á bók Ævars Þitt eigið ævintýri – Tímaferðalag. Meira »

Skíðafærið á skírdag

Í gær, 09:24 Þrátt fyrir að skíðasnjó sé því miður ekki lengur að finna á suðvesturhorni landsins og búið sé að loka Bláfjöllum og Skálafelli endanlega þennan veturinn, er enn eitthvað af skíðasnjó í brekkunum fyrir norðan, austan og vestan. mbl.is tók saman stöðuna. Meira »

Sprett úr skíðaspori á Ísafirði í aðdraganda páskanna

Í gær, 09:07 Gleðin skein úr hverju andliti á Ísafirði í gær þegar sprettskíðaganga Craftsport hófst, en gangan markaði upphaf hinnar árlegu skíðaviku á Ísafirði. Meira »

250 þúsund króna munur vegna aldurs

Í gær, 08:18 Um 250 þúsund króna munur getur verið á ábyrgðartryggingu ökutækis á milli tryggingarfélaga, miðað við tilboð sem ungur ökumaður fékk í ökutækjatryggingu frá tveimur tryggingarfélögum. Meira »

Ekki gerðar tímakröfur á flugmenn

Í gær, 08:13 Þegar Icelandair ræður flugmenn til starfa er ekki gerð grunnkrafa um tiltekinn fjölda flugtíma, heldur hafa þær kröfur með tímanum vikið fyrir öðruvísi kröfum. Meira »