Reyna að hafa alla undir einu þaki

Fossvogsskóla hefur verið lokað út veturinn vegna framkvæmda og unnið …
Fossvogsskóla hefur verið lokað út veturinn vegna framkvæmda og unnið er að því að finna nýtt húsnæði undir kennsluna. mbl.is/Hallur Már

Skólaráð Fossvogsskóla hefur augastað á húsnæði sem hýst getur alla árganga skólans frá 1.-7. bekk út þetta skólaár og er að undirbúa samningagerð vegna þessa, samkvæmt tölvupósti Aðalbjargar Ingadóttur skólastjóra Fossvogsskóla til foreldra, sem sendur var út í kvöld.

Þannig yrðu allir undir sama þaki þær 12 vikur sem eftir eru af skólaárinu, en yngstu og elstu árgangarnir ekki aðskildir á tveimur mismunandi stöðum, eins og viðrað hafði verið eftir að ljóst varð að finna þyrfti nýtt kennsluhúsnæði fyrir skólabörnin út önnina.

Skólaráðið kom saman til fundar kl. 18 í kvöld, ásamt fulltrúum frá skóla- og frístundasviði og umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar og frístundamiðstöð Kringlumýrar. Skólastjórinn vonast til þess að geta upplýst foreldra barna við skólann nánar um niðurstöðuna á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert