Samræma þarf viðmið um myglu

Samræma þarf verklag og viðbrögð í tengslum við mögulegar mygluskemmdir í húsnæði. Þetta er álit Skúla Helgasonar, formanns skóla- og frístundasviðs borgarinnar, mismunandi niðurstöður tveggja skýrslna um ástandið í Fossvogsskóla sanni það. Þar vísar Skúli í skýrslu heilbrigðiseftirlitsins sem var gerð einungis nokkrum mánuðum áður en Verkís tók húsnæði skólans út og dæmdi það óhæft til að hýsa skólastarfið. 

Þá þurfi samvinna ríkis og sveitarfélaga að vera meiri. Í myndskeiðinu er rætt við Skúla um viðbrögð borgarinnar við rýmingu Fossvogsskóla fram á haust. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert