Veiðileyfin eru miseftirsótt

Hreindýr á beit við Hvalnesskriður.
Hreindýr á beit við Hvalnesskriður. mbl.is/Sigurður Ægisson

Dregið var um 1.451 hreindýraveiðileyfi á föstudaginn var. Hægt er að sjá niðurstöðu happdrættisins á vef Umhverfisstofnunar (ust.is).

Tarfaleyfi á svæði 1, sem er nyrsta og stærsta veiðisvæðið, nutu mestra vinsælda en 5,2 umsóknir voru um hvert leyfi þar. Einnig voru tarfaleyfi á svæði 7, Djúpavogshreppi, vinsæl en þar voru 4,6 umsóknir um hvert leyfi. Hins vegar gengu leyfi til veiða á hreinkúm á syðstu svæðunum, 8 og 9, ekki öll út. Umsóknir sem bárust voru 3.121 en af þeim voru 15 ógildar því umsækjandi var ekki með B-skotvopnaréttindi. Þau eru áskilin til að mega nota hreindýraveiðiriffla.

Veiðimenn á svonefndum fimm skipta lista voru alls 55, 50 höfðu sótt um tarf og fimm um kú. Það eru þeir sem sótt hafa um í fimm ár samfleytt án þess að fá veiðileyfi. Þeir fá nú úthlutuð veiðileyfi á undan þeim sem eru á biðlista, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert