Vilja að Bragi Þór verði sveitarstjóri

Nýr sveitarstjóri verður ráðinn í Súiðavík á næstunni.
Nýr sveitarstjóri verður ráðinn í Súiðavík á næstunni. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Sveitarstjórn Súðavíkurhrepps mun ganga til samninga við Braga Þór Thoroddsen lögfræðing um starf sveitarstjóra Súðavíkurhrepps, en ákvörðunin fer þvert á mat fagaðila.

Niðurstaða ráðningarfyrirtækisins Hagvangs, sem fengið var til að meta hæfni umsækjenda, var að annar umsækjandi, Kristinn H. Gunnarsson, ritstjóri og framhaldsskólakennari, væri hæfastur í starfið. Sveitarstjórn Súðavíkurhrepps samþykkti á fundi á föstudaginn síðastliðinn með þremur atkvæðum gegn tveimur að ganga til samninga við Braga.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segist Steinn Ingi Kjartansson, oddviti Súðavíkurhrepps, sjálfur hefðu viljað að gengið yrði til samninga við Kristin, í samræmi við mat Hagvangs, en ákvörðun hreppsnefndarinnar hafi verið lýðræðisleg.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert