Eykur þrýsting á viðsemjendur

Ljóst var að úrslit úr kosningu um verkfallsaðgerðir innan VR hefði aldrei getað orðið jafn afgerandi og t.d. í Eflingu að sögn Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns. Hins vegar sýni niðurstöðurnar að upplegg stjórnarinnar hafi verið rétt og nú sé kominn mikill þrýstingur á viðsemjendurna. 

„Nú hefur þrýstingur á okkar viðsemjendur að koma að borðinu með myndarlegri hætti en þeir hafa gert aukist mjög mikið,“ sagði Ragnar í samtali við mbl.is skömmu eftir að úrslit úr atkvæðagreiðslu þar sem samþykkt var að fara ætti í verkfallsaðgerðir 22. mars voru ljós. Þá munu fé­lags­menn VR í hóp­bif­reiðafyr­ir­tækj­um á fé­lags­svæði VR og í gistiþjón­ustu á höfuðborg­ar­svæðinu og í Hvera­gerði leggja niður störf nema samningar náist.

Aðgerðirnar voru samþykktar naumlega með 52,25% atkvæða og í myndskeiðinu er Ragnar spurður út í hvaða þýðingu það hafi að stuðningur félagsmanna sé ekki meiri.

mbl.is