Hröð atburðarás og óvissa í flugmálum

Boeing 737 MAX-8 farþegaþota í eigu bandaríska flugfélagsins American Airlines.
Boeing 737 MAX-8 farþegaþota í eigu bandaríska flugfélagsins American Airlines. AFP

Boeing 737 MAX-8-farþegaþotan er ein nýj­asta og tækni­leg­asta farþegaþota sem nú er á markaði, en gríðarlegt óvissuástand er nú uppi er varðar vélarnar á alþjóðlegum flugmarkaði.

Upphafið má rekja til tveggja flugslysa þar sem vélar af þessari gerð hafa farist. Fyrst gerðist það í október 2018 þegar þota Lion Air með 189 innanborð fórst skömmu eftir flugtak í Jakarta í Indónesíu. Allir um borð létust.

Á sunnudag fórst svo vél sömu tegundar undir merkjum Ethiopian Airlines með 157 innanborðs. Allir um borð létust, en vélin brotlenti skömmu eftir flugtak frá Addis Ababa í Eþíópíu. Á tæpu hálfu ári hafa því 346 manns farist í tveimur flugslysum þar sem vélar sömu tegundar fórust.

Boeing 737 MAX-8-farþegaþotan kom fyrst á markað árið 2017 og er ein tækni­leg­asta farþegaþota sem nú er á markaði. Boeing hef­ur hins veg­ar sætt gagn­rýni und­an­farið vegna mögu­legra tæknigalla á vél­inni. Sér­fræðing­ar vara þó við að allt of snemmt sé að segja til um hvað hafi valdið slysunum tveimur.

Atburðarásin frá flugslysinu í Eþíópíu á sunnudag hefur verið hröð og spurningar um öryggi Boeing 737 MAX-8-vélanna hafa vaknað. Alls hafa um 350 vélar af þessari tegund verið teknar í notkun í heiminum og mikill fjöldi bíður afhendingar.

Hér verður rakið hvernig málin hafa þróast hvað varðar vélarnar eftir flugslysið á sunnudag.

Þrjár Boeing 737 MAX 8-farþegavélar Shanghai Airlines kyrrsettar í Sjanghæ ...
Þrjár Boeing 737 MAX 8-farþegavélar Shanghai Airlines kyrrsettar í Sjanghæ í Kína. AFP

Kínverjar riðu á vaðið

Eftir flugslysið í Eþíópíu riðu kínversk yfirvöld á vaðið í gær og fyrirskipuðu öllum kínverskum flugfélögum að kyrrsetja 737 MAX-8-vélar sínar. Var það sagt vera gert í öryggisskyni um óákveðinn tíma þar til hægt væri að tryggja flugöryggi vélanna. Síðan þá hefur boltinn farið að rúlla um allan heim.

Fljótt á eftir fylgdi ákvörðun yfirvalda í Indónesíu, þar sem vélum af þessari tegund var óheimilt að fljúga í þeirra lofthelgi. Í morgun bættust Ástralía, Malasía og Singapúr í hóp þeirra ríkja sem bönnuðu 737 MAX-8-vélarnar í lofthelgi sinni.

Á meðan fylgdust evrópsk flugmálayfirvöld grannt með stöðu mála og tóku svo af skarið þegar leið á daginn.

Boeing 737 max 8-vél Icelandair.
Boeing 737 max 8-vél Icelandair. mbl.is/Árni Sæberg

Icelandair fylgdi ákvörðun Breta

Rétt eftir hádegi að íslenskum tíma kom yfirlýsing frá breskum yfirvöldum að allt flug Boeing 737 MAX-8-véla væri bannað í lofthelgi Breta. Írar fylgdu fljótt í kjölfarið.

Þá fór málið að tengjast Íslandi með beinum hætti, en Icelandair hefur þrjár slíkar vélar í flota sínum og flýgur til fimm flugvalla í Bretlandi og á Írlandi. Forsvarsmenn Icelandair tjáðu sig í gærkvöldi og sögðust engar áhyggjur hafa af þotum félagsins miðað við fyrirliggjandi upplýsingar.

Klukkan 14.42 í dag birtist hins vegar frétt á heimasíðu Icelandair Group þar sem kom fram að Icelandair hefði tekið ákvörðun um að kyrrsetja allar þrjár Boeing 737 MAX-8-vélar sínar um óákveðinn tíma.

Fram kom í til­kynn­ingu Icelanda­ir Group að fé­lagið fylg­ist áfram náið með þróun mála og vinni með flug­mála­yf­ir­völd­um á Íslandi, í Evr­ópu og í Banda­ríkj­un­um varðandi næstu skref. Um væru að ræða þrjár af 33 farþegavélum í flota félagsins og því myndi kyrrsetning vélanna hafa óveruleg áhrif á reksturinn.

Boeing 737 MAX 8-farþegaþotur hafa verið kyrrsettar víða um heim.
Boeing 737 MAX 8-farþegaþotur hafa verið kyrrsettar víða um heim. AFP

Ríki og flugfélög keppast við að kyrrsetja

Icelandair var ekki eina félagið sem tók ákvörðun um kyrrsetningu í dag. Erlendar fréttaveitur hafa þurft að keppast við að uppfæra fréttir sínar um fjölda landa og flugfélaga sem ákveðið hafa að kyrrsetja Boeing 737 MAX-8-farþegaþoturnar.

Þá bættust yfirvöld í Austurríki, Frakklandi, Þýskalandi og Noregi við og ákváðu að loka lofthelgi sinni fyrir vélum af þessari tegund. Þær sem nú þegar eru þar staðsettar eru kyrrsettar. Loks var ákveðið að banna flug slíkra véla yfir Evrópu.

Áður en ákvörðun norskra yfirvalda lá fyrir hafði Norwegian Air, sem hefur 18 slíkar flugvélar í flota sínum og hefur pantað 92 slíkar vélar til viðbótar, kyrrsett sínar vélar.

Valin flugfélög í Brasilíu, Indlandi, Mexíkó, Suður-Kóreu og Tyrklandi hafa einnig ákveðið að kyrrsetja vélar sínar þótt stjórnvöld í ríkjunum hafi ekki lokað lofthelgi sinni fyrir vélunum.

Hlutabréf í Boeing hafa lækkað mikið. Flugfélög á borð við ...
Hlutabréf í Boeing hafa lækkað mikið. Flugfélög á borð við Icelandair og Norwegian hafa sömuleiðis lækkað. AFP

Hefur mikil áhrif á virði hlutabréfa

Kyrrsetning Boeing 737 MAX-8-véla hefur haft mikil áhrif á markaðsvirði flugfélaga. Norwegian féll í dag um 2,9% í norsku kauphöllinni. Félagið tók mikla dýfu eftir að tilkynning barst um kyrrsetningu vélanna, en náði sér aftur á strik. Norwegian hefur alls fallið um tæp 8% í vikunni og 43% það sem af er ári.

Icelandair hefur einnig tekið dýfu í Kauphöllinni. Í gær féllu hlutabréf í félaginu um 9,66% og í dag féllu bréfin um 5,1% til viðbótar. Sveiflan var mikil í dag og nam lækkunin mest 10% áður en þau réttu úr kútnum á ný.

Boeing-flugvélaframleiðandinn tók stóra dýfu í Kauphöllinni í New York við opnun markaða í gærmorgun. Lækkunin nam 5,33% í gær og þurrkuðust tæplega 1.500 milljarðar króna út af markaðsvirði félagsins í viðskiptum dagsins. Bréfin hafa haldið áfram að lækka í dag.

Boeing 737 MAX 8-farþegaþotur verða sjaldséðar í háloftunum á næstunni.
Boeing 737 MAX 8-farþegaþotur verða sjaldséðar í háloftunum á næstunni. AFP

Kyrrsetning varir um óákveðinn tíma

Jens Þórðar­son, fram­kvæmda­stjóri rekstr­ar­sviðs Icelanda­ir, sagði við mbl.is eftir að ákveðið var að kyrrsetja vélarnar þrjár í flota félagsins að ákvörðunin hefði einungis verið tekin vegna ákvörðunar breskra yfirvalda.

Jens segir að fari svo að kyrrsetning vélanna vari í einhverja mánuði mun það hafa mikil áhrif á sumaráætlun Icelandair. Sex vélar af þessari tegund eru væntanlegar í vor og enn fleiri á næsta ári.

Hvar sem litið er hefur kyrrsetning vélanna verið gerð um óákveðinn tíma og er nú beðið eftir niðurstöðum úr rannsóknum á flugslysinu í Eþíópíu. Lokaskýrsla hefur hins vegar ekki verið gefin út eftir flugslysið í Indónesíu í október.

Því má búast við að óvissan sem ríkir um Boeing 737 MAX-8-vélarnar í alþjóðlegum flugrekstri sé rétt að byrja.

mbl.is

Innlent »

Fjallvegir víða lokaðir

14:58 Búið er að loka fjölmörgum fjallvegum á landinu vegna óveðurs. Mývatns- og Möðrudalsöræfi eru lokuð sem og Vopnafjarðarheiði. Sömu sögu er að segja um Víkurskarð, Hófaskarð, Ólafsfjarðarmúla og Fjarðarheiði. Lyngdalsheiðin er sögð lokuð um tíma. Meira »

Dómaraskipun ekki fyrirstaða

14:52 Einn þeirra dómara sem dæmdi í máli Glitnis gegn Stundinni fyrir Landsrétti var Ragnhildur Bragadóttir sem er einn af dómurum sem skipaðir voru í embætti dómara í ferli sem Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) hefur gert athugasemd við. Hæstiréttur staðfesti í dag dóms Landsréttar í málinu. Meira »

Milljarðar í gjöld til bókunarþjónusta

14:40 Þóknunargjöld íslenskra gististaða til erlendra bókunarþjónusta nema milljörðum króna á hverju ári. Þetta fullyrðir Ferðamálastofa, sem segir lítið gegnsæi og refsingar sem gististaðir eru beittir vera meðal þess sem vekur athygli í nýrri rannsókn á þætti bókunarfyrirtækja í rekstrarumhverfi ferðaþjónustunnar. Meira »

Fundað hjá WOW air

14:30 Boðað var til starfsmannafundar í höfuðstöðvum WOW air í Borgartúni kl. 14. Svanhvít Friðriksdóttir upplýsingafulltrúi flugfélagsins ræddi við mbl.is fyrir fundinn og af svörum hennar mátti dæma að ekki stæði til að færa starfsmönnum nein váleg tíðindi. Meira »

„Vonum að fólk fylgist vel með veðri“

14:28 „Við vonum að fólk fylgist vel með veðri og fari kannski í fyrra fallinu heim úr vinnu því umferðin verður þyngri,“ segir varðstjóri slökkviliðsins. Von er á krappri lægð yfir landið og færð gæti spillst víða um land þar með talið á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Leggja til orkupakka með fyrirvara

14:22 Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að leggja fyrir Alþingi þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Tillagan inniheldur fyrirvara um að sá hluti er snýr að flutningi raforku yfir landamæri komi ekki til framkvæmda nema með aðkomu Alþingis á nýjan leik, að því er segir á vef stjórnarráðsins. Meira »

Malbikað fyrir 1,4 milljarða

14:16 Borgarráð hefur heimilað umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir við malbikun á þessu ári. Til stendur að malbika 35 kílómetra af götum borgarinnar sem mun kosta rúmar 1.400 milljónir króna. Meira »

Ferðamenn rólegir yfir verkfallinu

14:05 Ferðamenn í anddyri Grand Hótel Reykjavík virtust ekki kippa sér mikið upp við verkfall hótelstarfsfólks sem hófst á miðnætti. Allt virtist með kyrrum kjörum á meðan verkfallsverðir Eflingar gengu um svæðið. Meira »

Strompurinn fellur - beint

13:57 Skorsteinn Sementsverksmiðjunnar á Akranesi verður felldur í dag og er hægt að fylgjast með aðgerðinni í beinni útsendingu. Gert er ráð fyrir að fella mannvirkið í tveimur hlutum með nokkurra sekúndna millibili sá efri kem­ur til með að falla í suðaust­ur en neðri hlut­inn fell­ur í suðvest­ur. Meira »

Segir tækifæri í sjálfsiglandi skipum

13:45 Sjálfsiglandi skip og leiðir til þess að tryggja gæði neysluvatns verða meðal umræðuefna á degi verkfræðinnar á morgun. Sæmundur E. Þorsteinsson lektor segir mikil tækifæri felast í rafknúnum sjálfsiglandi skipum sem draga úr álagi á vegakerfinu. Meira »

Aðkoma ríkisins ekkert verið rædd

13:25 „Það hefur ekkert verið rætt um fjárhagslega aðkomu ríkisins að þessu máli og þessar viðræður verða bara að hafa sinn gang. Þessi félög hafa sett sér tímamörk í því og það er bara það sem stendur yfir,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við mbl.is. Meira »

Skýr skilaboð um að eitthvað sé í gangi

13:18 „Því miður hefur verið töluvert um verkfallsbrot,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, um sólarhringsverkfall Eflingar og VR. Nokkuð sé líka um að verkfallsvörðum sé ekki hleypt inn. Þá segir hún starfsfólk þrifafyrirtækja áhugasamt um að fá að einnig að beita verkfallsvopninu. Meira »

Minni háttar slys er bíll fauk út af

13:07 Minni háttar slys urðu á fólki þegar bíll fauk út af veginum og valt rétt austan við Holtsós undir Eyjafjöllum um hádegið í dag, að sögn lögreglunnar á Suðurlandi. Aðeins er farið að bæta í vind undir Eyjafjöllum en aðeins austar er veðrið verra. Meira »

Forsætisráðherra á afmælisfundi í Brussel

12:52 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, átti fund með leiðtogaráði Evrópusambandsins ásamt forsætisráðherrum Noregs og Liechtensteins í Brussel í morgun í tilefni 25 ára afmælis EES-samningsins. Meira »

Færa aðalfund til að sýna samstöðu

12:12 Vegna verkfallsboðunar VR og Eflingar á hótelum dagana 28. og 29. mars hefur stjórn VM, félags vélstjóra og málmtæknimanna, tekið þá ákvörðun að breyta fundarstað aðalfundar sem auglýstur var á Grand hótel Reykjavík. Þetta kemur fram í tilkynningu frá VM. Meira »

„Fundað stíft þar til annað kemur í ljós“

12:09 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segist eiga von á því að deiluaðilar muni funda stíft þar til annað kemur í ljós. Hann gat ekki svarað því hvort fundað yrði í húsakynnum sáttasemjara í dag, en segir VR vera að „vinna að fullu“ innandyra hjá sér. Meira »

Kröpp lægð gengur yfir landið

12:08 Miðja krapprar og djúprar lægðar er nú yfir Austfjörðum og er hún á leið til norðurs og síðar norðausturs. Versta veðrið vegna þessarar lægðar nú síðdegis verður á svæðinu frá Tröllaskaga og austur á sunnanverða Austfirði, þar eru í gildi appelsínugular viðvaranir. Meira »

„Munum halda áfram að berjast“

11:48 „Við mótmælum því að skólsystir okkar Zainab Safari verði send úr landi. Hér eru tæplega 600 undirskriftir sem eru aðallega nemendur í skólanum og hér eru um 6.200 rafrænar undirskriftir frá fólki sem er að mótmæla þessu með okkur, “ sagði nemandi í Hagaskóla við afhendingu undirskriftarlistans. Meira »

Dómurinn tjáningarfrelsinu í vil

11:42 „Frelsið hefur sigrað“ er yfirskrift tilkynningar frá ritstjórum og aðstandendum Stundarinnar og Reykjavík Media í kjölfar þess að Hæstiréttur kvað upp dóm í lögbannsmáli þrotabús Glitnis á hendur fjölmiðlunum tveim. Meira »
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Mælum, teiknum, smíðum og setjum upp, myndir á Facebook: Magnus Elias>Mex byggin...
110 fm sumarhús á Suðurlandi..
Sumarhús í Biskupstungum til sölu. Eru 2 hús, annað fullbúið og hitt með þrjú sé...
Sumarhús- Gestahús- Breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
dönsk antik innskotsborð sími 869-2798
dönsk antik innskotsborðinnlögð með rósamunstri í toppástandi á 35,000 kr sími...