Var á Ítalíu með tveimur sem fórust í flugslysinu

Margrét Þóra fyrir miðri mynd. Hægra megin við hana er …
Margrét Þóra fyrir miðri mynd. Hægra megin við hana er Isaac Mwangi Minae og Agnes Kathumbi er nær. Þau fórust bæði í flugslysinu. Eugen Ghiorghita, sá sem situr við endann á borðinu, er frá Rúmeníu.

„Mér var brugðið að fá fréttirnar með tölvupósti í morgun. Bilið milli lífs og dauða er stutt og heimurinn lítill,“ segir Margrét Þóra Einarsdóttir, verkefnisstjóri við kennslumiðstöð Háskólans á Akureyri.

Tvö af þeim 157 sem fórust með Boeing 737 MAX 8-þotu Ethiopian Airlines á leiðinni frá Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu, til Nairóbí í Kenía á sunnudagsmorgun, voru með Margréti og þremur öðrum frá Akureyri á samráðsfundi í Salerno á Ítalíu í síðustu viku. Þetta voru Isaac Mwangi Minae og Agnes Kathumbi, bæði kennarar við Kenyatta-háskóla í Kenía.

Þau sem fórust voru í hópi um 30 háskólamanna frá átta skólum í þremur álfum sem mættu til Salerno til að útbúa námsefni í kennslufræði á háskólastigi.

Margrét Þóra segist hafa fengið góða viðkynningu af þeim Isaac og Agnesi. „Þau voru bæði doktorar; hæfileikafólk sem hafði látið að sér kveða með rannsóknum og fleiru í sínu fagi. Okkur Íslendingunum þótti þeirra hugmyndir um kennslufræði samræmast best okkar sjónarmiðum. Við vorum að tala um á leiðinni heim hvað væri spennandi að auka samskipti milli HA og Kenyatta-háskólans í Nairóbí og heimsókn okkar Íslendinganna til Afríku á næsta ári var nefnd,“ segir Margrét í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert