Andlát: Brynhildur K. Andersen

Brynhildur K. Andersen
Brynhildur K. Andersen

Brynhildur Kristinsdóttir Andersen lést á Landspítalanum mánudaginn 11. mars, 80 ára að aldri.

Brynhildur fæddist í Reykjavík 28. maí 1938 og ólst þar upp, á æskuheimili sínu við Hávallagötu. Brynhildur var einkabarn hjónanna Sigríðar Á. Guðjónsdóttur, húsmóður, og Kristins Kristjánssonar, deildarstjóra við Gjaldheimtuna í Reykjavík. Brynhildur lauk verslunarprófi frá Verslunarskóla Íslands, auk þess sem hún stundaði nám í píanóleik og lauk námi við Húsmæðraskóla Reykjavíkur.

Um áratuga skeið tók hún virkan þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hún var um langt árabil formaður Félags sjálfstæðismanna í vestur- og miðbæ, þar sem hún var síðar kjörin heiðursfélagi. Brynhildur var virkur þátttakandi í starfi Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna í Reykjavík og í starfi Landssambands sjálfstæðiskvenna þar sem hún sat í stjórn og gegndi starfi framkvæmdastjóra um skeið.

Eftirlifandi eiginmanni sínum, Geir R. Andersen, giftist Brynhildur árið 1958.

Brynhildur starfaði í aldarfjórðung á skrifstofu Elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar.

Þau Brynhildur og Geir eignuðust þrjú börn, Kristin Andersen, Ívar Andersen og Sigríði Á. Andersen. Barnabörn þeirra eru sex talsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert