Dómurinn hafi engar sjálfkrafa afleiðingar

mbl.is/​Hari

„Dómur frá Mannréttindadómstólnum er dómur frá alþjóðlegum dómstóli og hann fjallar um brot á þjóðréttarskuldbindingum Íslands, en hann breytir í engu dómum, ákvörðunum eða lögum sem sett hafa verið hér á landi,“ svarar Björg Thorarensen, prófessor við lögfræðideild Háskóla Íslands, spurð um mögulegar afleiðingar dóms Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í máli sem Guðmundur Andri Ástráðsson höfðaði gegn íslenska ríkinu vegna skipunar dómara við Landsrétt.

Dómurinn, sem birtur var í gærmorgun, sneri einkum að skipun Arnfríðar Einarsdóttur í embætti dómara við Landsrétt, en hún dæmdi í máli Guðmundar Andra.

Auk Arnfríðar voru þau Ásmundur Helgason, Jón Finnbjörnsson og Ragnheiður Bragadóttir skipuð dómarar í því ferli sem MDE hefur með dómi sínum sagt frábrugðið ákvæðum laga um skipun dómara, sem þeir segja brot gegn ákvæðum mannréttindasáttmála Evrópu.

Endurupptaka

Björg segir dóminn varpa fram spurningum um þau mál sem þessir dómarar við Landsrétt hafa dæmt í og jafnvel í víðara samhengi.

Þá segir hún að ekkert gerist sjálfkrafa hvað það varðar, heldur þurfa málsaðilar í hverju máli fyrir sig að taka ákvörðun um að fara fram á endurupptöku og senda beiðni þess efnis til endurupptökunefndar. Nefndin mun síðan meta beiðnina og taka afstöðu til hennar.

„Aðilar máls verða að vega og meta það hver fyrir sig hvaða líkur séu á því að fá einhverja aðra niðurstöðu ef málið verður endurupptekið og dæmt af öðrum dómurum,“ útskýrir prófessorinn. Hún segir jafnframt að það sé ekkert sem gefur til kynna að efnisleg niðurstaða Landsréttar í máli Guðmundar Andra hafi verið einhver önnur vegna setu þessa tiltekna dómara.

„Það þarf að fara yfir þennan dóm vel og kannski fyrst og fremst að skoða framhaldið. Sérstaklega hvaða áhrif þetta hefur á þessa fjóra dómara og hvernig það stenst kröfur MND að þeir dæmi áfram í málum,“ segir Björg sem bendir jafnframt á að málið snúi ekki að brotum á ákvæði um rétt til réttlátrar málsmeðferðar, heldur að skipun dómstóla skuli ákveðin með lögum.

Klofnaði

Dómurinn var klofinn og töldu fimm dómarar ríkið brotlegt en tveir skiluðu sératkvæði og töldu ríkið ekki hafa brotið gegn sáttmálanum. Sagði minnihlutinn dóminn umfram tilefni og að of mikilli hörku væri beitt við túlkun málsatvika.

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra sagði í gær að verið sé að fara yfir dóminn í ráðuneytinu og skoðað verði hvort málinu verði vísað til yfirréttar.

Athygli vekur að dómurinn segir ljóst að Alþingi hafi ekki tryggt réttmæta þinglega meðferð þegar ákveðið var að greiða atkvæði um skipun 15 dómara við Landsrétt í einu lagi en ekki um hvert embætti. „Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra lagði málið þannig upp að hægt væri að greiða atkvæði um hvert dómaraefni fyrir sig,“ sagði Birgir Ármannsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Hann sagði að það hefði verið ákvörðun Unnar Brár Konráðsdóttur, þáverandi forseta Alþingis, í samráði við alla þingflokksformenn að hafa þennan háttinn á. Hverjum þingmanni hefði verið í lófa lagið að gera athugasemd við það, sem enginn gerði. Forseti Íslands gaf út yfirlýsingu um að mistök hefðu ekki átt sér stað við undirbúning og tilhögun atkvæðagreiðslunnar um málið á Alþingi.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Hélstu að veturinn væri búinn?

06:50 Veðurfræðingur Veðurstofu Íslands segir ljóst að veturinn sé ekki tilbúinn til að sleppa af okkur takinu ennþá ef marka má veðurhorfur á landinu næstu daga. Slydda og stormur eru meðal þess sem bíður handan við hornið. Meira »

Þrjú útköll á Akureyri

06:19 Lögreglan á Akureyri þurfti í þrígang að aðstoða fólk innanbæjar í nótt vegna foks á lausamunum. Um fimm í morgun mældust 29 metrar á sekúndu í hviðum þar. 9 stiga hiti var á Akureyri undir morgun. Meira »

Klæðalítill með hávaða og læti

06:12 Lögreglan var kölluð út um miðnætti vegna ofurölvaðs gests á hóteli í hverfi 105. Þegar lögregla kom á vettvang var maðurinn, sem er erlendur ferðamaður, klæðalítill á stigagangi með hávaða og læti. Meira »

Flug WOW á áætlun

05:51 Flugvél WOW air sem var að koma frá Montreal í Kanada lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan 4:13 í nótt en vélin átti að koma hingað til lands sólarhring fyrr. Alls komu sex vélar WOW frá Norður-Ameríku í morgun. Meira »

Vilja umbreyta skuldum

05:30 Kröfuhafar og skuldabréfaeigendur WOW air funduðu í þriðja sinn í gærkvöldi. Markmiðið var að afla nægilega margra undirskrifta vegna áætlunar um að umbreyta skuldum í 49% hlutafjár. Söfnunin var sögð hafa gengið vel. Þó hafði ekki tekist að afla tilskilins fjölda þegar Morgunblaðið fór í prentun. Meira »

Sókn eftir sæbjúgum mögulega of stíf

05:30 Í nýrri ráðgjöf um veiðar á sæbjúgum á skilgreindum svæðum frá 1. apríl til loka fiskveiðiárs er miðað við að afli samtals fari ekki yfir 883 tonn. Það sem af er fiskveiðiári er búið að landa 2.300 tonnum. Meira »

Hvalaafurðir fluttar út fyrir 940 milljónir

05:30 Alls voru 1.469 tonn af hvalaafurðum flutt út á síðasta ári. Árið 2017 voru flutt úr 1.407 tonn og 1529 tonn árið 2016, en tvö síðartöldu árin voru veiðar á stórhvelum ekki stundaðar við landið. Meira »

Sameinast um úrvinnslu veðurgagna

05:30 Ársfundur Veðurstofu Íslands er haldinn í dag undir yfirskriftinni: Nýjar áskoranir - nýjar leiðir. Honum verður streymt á netinu og fást nánari upplýsingar á vefnum vedur.is eða Facebooksíðu Veðurstofu Íslands. Meira »

Eldi á ófrjóum laxi hefst á Austfjörðum

05:30 Fiskeldi Austfjarða hefur fengið rekstrar- og starfsleyfi til stækkunar fiskeldis síns í Berufirði og Fáskrúðsfirði. Gefur það fyrirtækinu möguleika á að auka laxeldi sitt. Meira »

Munnhirða unglingsstráka slæm

05:30 Strákar í tíunda bekk drekka meira gos og bursta sjaldnar tennurnar en stelpur á sama aldri. Þetta kemur fram í rannsóknarverkefni Dönu Rúnar Heimisdóttur tannlæknis sem fjallar um neyslu- og tannhirðuvenjur unglinga. Meira »

Auknar líkur á ofanflóðum

Í gær, 23:55 Veðurstofan varar við auknum líkum á ofanflóðum á Snæfellsnesi og sunnanverðum Vestfjörðum í nótt og fyrramálið. Talsvert mikið rigndi á þessum slóðum í dag samfara leysingu í hlýindum. Meira »

Alþingi heldur sig frá samfélagsmiðlum

Í gær, 22:36 Engin áform eru uppi um að birta auglýsingar frá Alþingi á samfélagsmiðlum eins og Facebook, Instagram, YouTube og Twitter. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari forseta Alþingis við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um auglýsingar á samfélagsmiðlum. Meira »

Óvænt í rekstur í Wales

Í gær, 22:20 Röð tilviljana leiddi til þess að Sveinbjörn Stefán Einarsson, tuttugu og þriggja ára gamall Íslendingur, varð meðeigandi að bókabúðinni Bookends í bænum Cardigan í Wales. Meira »

Utanríkisráðuneytið hlýtur jafnlaunavottun

Í gær, 21:45 Utanríkisráðuneytið hefur hlotið jafnlaunavottun frá Vottun hf. sem er staðfesting þess að jafnlaunakerfi ráðuneytisins samræmist kröfum jafnlaunastaðalsins. Meira »

Barátta óháð kapítalískum fyrirtækjum

Í gær, 21:37 „Verkalýðsbarátta snýst um að tryggja vinnuaflinu mannsæmandi afkomu sama hvað kapítalísk fyrirtæki gera,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, við mbl.is. Fundi verkalýðsfélaga við SA var slitið fyrr en áætlað var í dag vegna óvissunnar varðandi WOW air. Meira »

Hefur gengið 1.157 sinnum á Ingólfsfjall

Í gær, 21:25 „Éljagangur og þoka eins og stundum hafa komið stoppa mig ekki. Mér er fyrir öllu að hreyfa mig og halda mér í formi og því eru fjallgöngurnar fastur liður í mínu daglega lífi,“ segir Magnús Öfjörð Guðjónsson á Selfossi. Hann er útivistargarpur og gengur nánast daglega á Ingólfsfjall sem er bæjarfjall Selfossbúa. Meira »

Kröfuhafar hlynntir endurreisn WOW air

Í gær, 20:58 Kröfuhafar WOW air funduðu klukkan hálfsjö í kvöld. Fundarefnið var áætlun um að umbreyta skuldum WOW air í 49% hlutafjár í félaginu. Samkvæmt heimildum blaðsins var einhugur um áætlunina. Hreyfði enginn mótmælum. Meira »

Fyrirhuguð verkföll á næstunni

Í gær, 19:20 Takist ekki að semja í yfirstandandi kjaradeilum og afstýra þar með frekari verkföllum, að minnsta kosti á meðan tekin er afstaða til þess sem samið hefur verið um, eru eftirfarandi verkföll fram undan miðað það sem hefur verið ákveðið. Meira »

Yrði að sjálfsögðu högg

Í gær, 19:13 Ríkisstjórnin hefur áhyggjur af stöðu WOW air og hefur haft lengi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að erfiðleikarnir hafi legið ljósir fyrir í töluverðan tíma. Forsvarsmenn WOW air funduðu í dag með Samgöngustofu. Meira »
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
Malbiksviðgerðir
vertíðin hafin endilega leitið tilboða S: 551 400 - verktak@verktak.is eð...
Davíð Stefánsson
Davíð Stefánsson frá Fagraskógi Til sölu ljóðabréf frá Davíð Stefánssyni til vin...