Leikskólabörn á EM

Keppendur Laufásborgar. Fremri röð frá vinstri: Kristján Freyr Páluson, Aðalgeir …
Keppendur Laufásborgar. Fremri röð frá vinstri: Kristján Freyr Páluson, Aðalgeir Emil Arason Kjærbo, Rúna Guðbjargardóttir Petersen, Katrín Ronja Stefánsdóttir og Ægir Gíslason. Aftari röð frá vinstri: Día Ben Kristínardóttir, Tómas Friðgeirsson, Inga Jóna Haarde Vignisdóttir og Emilía Embla Baldvinsdóttir Berglindardóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Börn á Laufásborg taka þátt í Evrópumeistaramótinu í skólaskák, sem hefst í Rúmeníu í lok maí. Skólinn átti fulltrúa á heimsmeistaramóti barna í Albaníu í fyrra og er fyrsti leikskóli heims til þess að fara á bæði mótin.

Omar Salama, FIDE-skákkennari, kom skákkennslunni á Laufásborg á laggirnar 2008 og hefur séð um hana síðan. Hann segir að í byrjun hafi markmiðið verið að kynna taflmennina fyrir börnunum og kenna þeim mannganginn. Um val hafi verið að ræða rétt eins og til dæmis að leika sér með kubba eða fara út í garð. Árið 2017 hafi verið ákveðið að taka þátt í grunnskólamóti barna níu ára og yngri.

„Markmiðið okkar hefur alltaf verið að leggja áherslu á gleði og hafa gaman,“ segir Omar. „Árangur barnanna kom á óvart, þau lentu í 14. sæti og í kjölfarið ákváðum við að taka þátt í flokki sjö ára og yngri í heimsmeistaramótinu í skólaskák.“

Sjá umfjöllun um Albaníuförina í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: