VG losað sig við erfiðan ráðherra

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, telur ljóst að VG hafi ...
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, telur ljóst að VG hafi neytt dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins til þess að víkja til hliðar. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég hef skilning á þessari ákvörðun. Hins vegar finnst mér blasa við pólitískt séð að einn ríkisstjórnarflokkur neyðir þarna annan til þess að setja sinn ráðherra út. Með því er ég að vísa til þess að með ákvörðun dómsmálaráðherra sé verið að bregðast við kröfu VG sem hafi nú tekist að losa sig við þann ráðherra, til lengri eða skemmri tíma, sem hvað helst hefur veitt einhverja mótspyrnu gegn vinstri-grænum innan ríkisstjórnarinnar.“

Þetta segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, í samtali við mbl.is um þá ákvörðun Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra að stíga til hliðar á meðan brugðist er við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu þar sem fjallað var um skipun dómara við Landsrétt. Hann segir að þótt málin eigi eftir að skýrast betur hafi margt þegar komið í ljós í þessum efnum.

Lét ekki forsætisráðherrann vita

„Sigríður lýsti því yfir í gærkvöld að hún ætlaði ekki að víkja en eftir einhver samtöl, að minnsta kosti við [Katrínu Jakobsdóttur] forsætisráðherra, þá breytir hún fyrri afstöðu sinni og virðist ekki sérstaklega ánægð með að hafa þurft að gera það enda kom nú fram á blaðamannafundi hennar að hún hefði ekki verið búin að láta forsætisráðherrann vita. Sem segir nú sína sögu. Að ráðherra ákveði að stíga til hliðar og tilkynni það á blaðamannafundi án þess að vera búinn að tilkynna forsætisráðherranum það er að mínu mati augljóst merki um að hún hafi ekki verið sátt við að þurfa að gera þetta,“ segir hann.

Sigmundur bendir enn fremur á að Sigríður hafi talað um að stíga til hliðar í nokkra mánuði en þegar Katrín hafi verið spurð hafi hún sagt að það væri alls óljóst hvort hún kæmi aftur í ríkisstjórnina. 

Sigríður Á. Andersen á blaðamannafundi í dag, þar sem hún ...
Sigríður Á. Andersen á blaðamannafundi í dag, þar sem hún tilkynnti að hún ætlaði að víkja tímabundið úr embætti dómsmálaráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það er annaðhvort eða ekki. Annaðhvort er ráðherrann að fara í nokkrar vikur og koma aftur eða ekki. Þarna er augljós munur á afstöðu. Síðan bætist við að Katrín er spurð hvort það hefði verið banabiti ríkisstjórnarinnar ef dómsmálaráðherrann hefði ekki vikið sem hún svarar ekki. Sem ég túlka sem já. Þannig að niðurstaðan er sú að vinstri-græn eru búin að beygja Sjálfstæðisflokkinn í þessu máli. Það hlýtur að vera nokkuð áhyggjuefni fyrir Sjálfstæðisflokkinn, og kannski ríkisstjórnina í heild, þegar hann er farinn að láta samstarfsflokk, undir hótun um stjórnarslit, segja sér hvaða ráðherrar eigi að sitja fyrir hans hönd og hverjir ekki.“

Rétt að áfrýja dómnum til æðra dómstigs

Spurður um framhaldið segist Sigmundur telja fulla ástæðu til þess að láta reyna á málið fyrir æðra dómstigi. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að áfrýja málinu til þess að fá endanlega niðurstöðu í það.“ Vísar Sigmundur þar til yfirdeildar Mannréttindadómstólsins. Þótt talað hafi verið um að tiltölulega fá mál væru tekin fyrir af nefndinni segist hann telja að um slíkt grundvallarmál sé að ræða í þessu tilfelli að líkur séu á því að það verði tekið fyrir.

Sigmundur segist ekki síður telja athyglisvert að í minnihlutaáliti dómstólsins komi fram að pólitískt andrúmsloft á Íslandi hafi mögulega haft áhrif á niðurstöðuna. „Það er ekki síst mikið áhyggjuefni.“

mbl.is

Innlent »

Vatnsleki í ofni 2 hjá PCC Bakka

15:39 Ofn 2 í kísilveri PCC Bakka hefur verið til vandræða og berst starfsfólk við vatnsleka frá kælikerfinu. Bregðast þarf við því með viðgerð og var slökkt á ofninum í gær. Meira »

Haraldur með bestu fréttaljósmyndina

15:38 Árleg sýning íslenskra blaðaljósmyndara opnaði klukkan 15 í dag í Smáralind og við opnunina voru ljósmyndurum veitt verðlaun fyrir bestu myndir ársins 2018. Haraldur Jónasson, ljósmyndari Morgunblaðsins og mbl.is, átti bestu mynd í fréttaflokki. Meira »

Óvissuþættir í fjármálaáætlun

14:47 Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar 2020 til 2024 gerir ráð fyrir að hægi á hagvexti, en að hann haldist um 2,5% á tímabilinu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir í samtali við mbl.is að hann geri sér grein fyrir því að forsendur áætlunarinnar geti breyst. Meira »

Ákærður fyrir nauðgun og líkamsárás

13:48 Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir kynferðisbrot og blygðunarsemisbrot gegn ósjálfráða manni á heimili sínu fyrir þremur árum. Meira »

4 milljörðum meira til samgöngumála

13:15 Fjögurra milljarða viðbótaraukning verður frá gildandi fjármálaáætlun til samgönguframkvæmda frá og með árinu 2020. Þetta kemur fram í nýrri fjármálaætlun fyrir árin 2020 til 2024 sem var kynnt í dag. Meira »

Krefst viðbótargreiðslu vegna Herjólfs

12:55 Skipasmíðastöðin Crist S.A., sem hefur nánast lokið smíði nýs Herjólfs, gerir kröfu um viðbótargreiðslur sem ekki eru í samræmi við samninginn um smíðina. Vegagerðin hefur hafnað kröfunni. Meira »

47 þúsund Íslendingar búa erlendis

12:46 Rúmlega 47 þúsund Íslendingar eru búsettir erlendis og 44 þúsund erlendir ríkisborgarar eru búsettir hér á landi, að því er fram kemur í yfirliti Þjóðskrár yfir skráningu einstaklinga. Þá var fjöldi einstaklinga sem búsettir voru á Íslandi 356.789 þann 1. desember 2018. Meira »

Bátnum náð af strandstað

12:24 Búið er að ná bátnum sem var strandaður á Jökulfjörðum af strandstað. Björgunarskipið Gunnar Friðriksson er með hann í togi á leið til Ísafjarðar og björgunarbáturinn Gísli Hjalta fylgir þeim. Meira »

„Allt annað hljóð í mönnum“

11:20 „Ef það kemur til þess að ástandið haldi áfram, þá verða verkföll fimmtudaginn næsta og þá hefur þetta verið upphitun fyrir það sem koma skal,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í samtali við mbl.is. „Að sjálfsögðu vonast ég til þess að við förum að ná saman við okkar viðsemjendur.“ Meira »

Semja um stofnun nemendagarða

10:58 Ísafjarðarbær og Lýðháskólinn á Flateyri hafa undirritað samkomulag um stofnun sjálfseignarstofnunar til reksturs nemendagarða Lýðháskólans. Meira »

Neyðarkall frá báti í Jökulfjörðum

10:05 Björgunarskip og bátar Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Ísafirði og Bolungarvík hafa verið ræst út vegna báts sem sendi út neyðarkall í Jökulfjörðum. Meira »

Brestur í loðnu og blikur á lofti

10:00 Brestur í loðnuveiðum og blikur á lofti eru orð sem oft hafa verið notuð að undanförnu. Loðnan hefur breytt hegðan sinni síðustu ár og mörgum spurningum er ósvarað um umhverfisþætti, útbreiðslu, þróun stofnsins og göngur loðnunnar til hrygningar, sem að stærstum hluta hefur verið í Faxaflóa og Breiðafirði. Meira »

„Amma kenndi mér allt“

09:50 Blóðberg, birkitré, reynitré, rifsber, rófur, furutré og Rauði krossinn. Þekking hinnar ellefu ára Þuríðar Yngvadóttur vakti athygli þeirra sem horfðu á fræðsluþáttinn Hvað höfum við gert? sem sýndur var síðasta sunnudag. Þar fór hún létt með að bera kennsl á myndir af öllu þessu og ýmsu öðru til. Meira »

Gæti dregist saman um 2,7%

09:43 Ef WOW air hverfur af flugmarkaði gæti það leitt til þess að landsframleiðsla myndi dragast saman um 0,9 til 2,7 prósent á einu ári. Meira »

Bótadómur ógiltur vegna meðdómenda

09:06 Landsréttur hefur ómerkt dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem tryggingafélaginu Verði var gert að greiða manni rúmar 66 milljónir króna í skaðabætur. Meira »

Styttist í útboð byggingar hjúkrunarheimilis

07:57 Selfyssingar, og raunar Sunnlendingar allir eru orðnir nokkuð langeygir eftir nýju hjúkrunarheimili sem fyrirhugað er á bökkum Ölfusár, austan við sjúkrahúsið á Selfossi. Meira »

Dyraverðir áttu í vök að verjast

07:55 Dyraverðir á skemmtistað í miðborginni óskuðu eftir aðstoð lögreglunnar um hálffjögurleytið í nótt, en þá voru þeir með einstakling í tökum. Hann er grunaður um að hafa ráðist á dyraverði og reynt að slá og sparka í lögreglumenn. Í Breiðholtinu var reynt að kýla dyravörð. Meira »

Tugir útkalla vegna veðursins

07:37 Nokkuð bar á því að björgunarsveitir væru kallaðar út vegna óveðursins sem geisaði víða um landið í gær, einkum á Norður- og Austurlandi. Þá skall snarpur bylur á höfuðborgarsvæðinu um eftirmiðdaginn, en minna varð úr en spáð hafði verið. Meira »

Slydda eða snjókoma með köflum

07:11 Spáð er sunnan og suðvestan 5 til 13 metrum á sekúndu á landinu í dag með morgninum og slyddu eða snjókomu með köflum en bjartviðri um landið norðaustanvert síðdegis. Meira »
Jöklar - Hús fyrir ferðaþjónustu
Jöklar hafa átt miklu fylgi að fagna frá því þau komu fyrst á sjónarsviðið, vori...
JEMA Bílalyftur í bílskúrinn
Frábærar skæralyftur sem henta í bílskúrinn,lyfta 1,2 m og 2,8T, glussadrifnar...
Toyota Yaris sjálfskiptur 2005, skoðaður
Til sölu (for sale) ný skoðaður Toyota Yaris sjálfskiptur, árg. 2005, ekinn 150....
Sendibílaþjónustan Skutla. Sími 867-1234
Tökum að okkur allrahanda sendibílaþjónustu á sanngjörnu verði. Sjá nánar á www....