Afgreiða engar MAX-vélar í bili

Það verður lítið um svona móttökuathafnir hjá kaupendum 737 MAX-véla …
Það verður lítið um svona móttökuathafnir hjá kaupendum 737 MAX-véla á næstunni. AFP

Boeing ætlar að halda áfram framleiðslu á aðalsöluvöru flugvélaframleiðandans, 737 MAX-vélunum, sem mega nánast hvergi fljúga um þessar mundir. Hins vegar ætlar fyrirtækið tímabundið að stöðva afgreiðslu á slíkum vélum til flugfélaga.

„Við ætlum að stöðva afgreiðslu 737 MAX þar til við finnum lausn,“ sagði talsmaður fyrirtækisins við AFP-fréttaveituna í kvöld.

Eins og margoft hefur komið fram á Icelandair þrjár þotur af gerðinni 737 MAX 8, sem þegar hafa verið kyrrsettar hjá félaginu. Flugfélagið bíður þess nú einnig að fá afhentar sex slíkar vélar til viðbótar, sem von hefur verið á í vor.

Hvort það tefjist eitthvað vegna þessarar ákvörðunar Boeing, um að stöðva afgreiðslu vélanna, verður að koma í ljós.

Sam­tals hef­ur Icelanda­ir samið um kaup á sex­tán Boeing MAX 8- og Boeing MAX 9-vélum, en sú síðar­nefnda er lengri gerðin. Verða þær af­hent­ar smám sam­an á næstu árum.

Þota Icelandair af gerðinni Boeing 737 MAX-8.
Þota Icelandair af gerðinni Boeing 737 MAX-8. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is