„Menn voru ekkert að halda framboðsræður“

Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.
Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Eggert

„Auðvitað er öllum ljóst að svona verður þetta ekki til langframa,“ segir Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, um þá ákvörðun að skipa Þór­dísi Kol­brúnu R. Gylfa­dótt­ur, ferðamála-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, einnig dóms­málaráðherra.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, boðaði til þingflokksfundar með skömmum fyrirvara í dag þar sem hann greindi þingflokknum frá ákvörðun sinni. Þórdís bætir við sig embætti dómsmálaráðherra í stað Sigríðar Á. Andersen sem steig til hliðar í gær.

Málefni dómsmálaráðherra og Landsréttar voru til umræðu á þingflokksfundinum, en Sigríður tók ákvörðun um að stíga til hliðar eftir dóm Mannréttindadómstóls Evrópu þar sem skipun dómara í Landsrétt var sögð brot á mannréttindasáttmálanum.

„Menn ræddu um stöðu málsins, bæði hvað varðar ráðherraembættið og varðandi hina efnislegu úrlausn málsins. Það var full samstaða um það að góð og skynsamleg lausn, til bráðabirgða, væri sú að Þórdís Kolbrún tæki við þessu embætti samhliða öðrum ráðherrastörfum,“ sagði Birgir.

Hann sagðist ekki geta svarað því hversu tímabundin þessi ákvörðun væri, en að hún skapi svigrúm til þess að taka endanlegri ákvörðun um næstu skref. En óskaði einhver í þingflokknum eftir því að taka við stöðu dómsmálaráðherra og koma þá sem nýr inn í ríkisstjórn?

„Það var full eining um þessa niðurstöðu. Menn voru ekkert að halda framboðsræður,“ sagði Birgir.

Engar sjálfkrafa breytingar eftir dóm MDE

Eftir að úrskurður Mannréttindadómstólsins, MDE, féll í fyrradag ákvað Landsréttur að fresta allri sinni dagskrá út vikuna, hið minnsta. Stjórnarþingmenn sem hafa tjáð sig um málið hafa allir sagt að niðurstaða MDE hafi komið á óvart. Var þá engin áætlun til um næstu skref ef úrskurður MDE yrði eins og hann svo fór?

„Menn hafa á ýmsum vígstöðum velt fyrir sér hver niðurstaða dómsins yrði. Ég held það hafi komið mörgum hér á óvart hvernig nákvæmlega hann féll að þessu leyti. Þingið, ríkisstjórn og sérfræðingar þurfa að fara yfir þetta allt saman núna og ég tel það ekkert óeðlilegt að taka nokkra daga í það,“ sagði Birgir.

Spurður beint út hvort engin varaáætlun hefði verið tilbúin ef svona færi svaraði Birgir:

„Það verður að hafa í huga að niðurstaða Mannréttindadómstólsins í þessu máli leiðir ekki sjálfkrafa til neinna breytinga hér. Auðvitað er ákveðin óvissa nú sem vonandi verður ekki langvinn.“

Birgir Ármannsson og Sigríður Andersen á landsfundi.
Birgir Ármannsson og Sigríður Andersen á landsfundi. mbl.is/Eggert

Þarf að huga að sjálfstæði Landsréttar

Birgir sagði of snemmt að ræða næstu skref, til dæmis hvort þurfi að auglýsa stöður dómara við Landsrétt á ný eða hvort Hæstiréttur taki við sem áfrýjunardómstóll á ný á meðan óvissan um Landsrétt sé svona mikill.

„Auðvitað er það þannig að dómurinn [frá MDE, innskot blm.] hefur ekki bein réttaráhrif með þeim hætti að dómarar Landsréttar þurfi að leggja niður störf eða að þeirra embættisverk verði ógild að íslenskum lögum. Þar gildir niðurstaða Hæstaréttar frá síðasta ári, sem hefur kveðið upp að annmarkar á skipun dómara á sínum tíma hafi ekki verið svo veigamikil að það valdi því að þeir geti ekki gegnt sínum embættum,“ sagði Birgir.

Það væri erfitt að segja nákvæmlega hver næstu skref yrðu og hvað hægt væri að gera til þess að koma Landsrétti aftur á réttan kjöl.

„Í öllu þessu samhengi verðum við að gæta þess að dómstólarnir eru sjálfstæðir, þannig það setur okkur ákveðin mörk hvaða fyrirmæli við ætlum að gefa Landsrétti í framhaldi af þessum dómi. Þetta þarf að fara yfir núna. Dómstólarnir þurfa að bregðast við því sem að þeim snýr og við á vettvangi stjórnmála, hvort sem er í þinginu eða ríkisstjórn, þurfum líka að skoða stöðuna,“ sagði Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.

mbl.is

Innlent »

Þrjú útköll á Akureyri

06:19 Lögreglan á Akureyri þurfti í þrígang að aðstoða fólk innanbæjar í nótt vegna foks á lausamunum. Um fimm í morgun mældust 29 metrar á sekúndu í hviðum þar. 9 stiga hiti var á Akureyri undir morgun. Meira »

Klæðalítill með hávaða og læti

06:12 Lögreglan var kölluð út um miðnætti vegna ofurölvaðs gests á hóteli í hverfi 105. Þegar lögregla kom á vettvang var maðurinn, sem er erlendur ferðamaður, klæðalítill á stigagangi með hávaða og læti. Meira »

Flug WOW á áætlun

05:51 Flugvél WOW air sem var að koma frá Montreal í Kanada lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan 4:13 í nótt en vélin átti að koma hingað til lands sólarhring fyrr. Alls komu sex vélar WOW frá Norður-Ameríku í morgun. Meira »

Vilja umbreyta skuldum

05:30 Kröfuhafar og skuldabréfaeigendur WOW air funduðu í þriðja sinn í gærkvöldi. Markmiðið var að afla nægilega margra undirskrifta vegna áætlunar um að umbreyta skuldum í 49% hlutafjár. Söfnunin var sögð hafa gengið vel. Þó hafði ekki tekist að afla tilskilins fjölda þegar Morgunblaðið fór í prentun. Meira »

Sókn eftir sæbjúgum mögulega of stíf

05:30 Í nýrri ráðgjöf um veiðar á sæbjúgum á skilgreindum svæðum frá 1. apríl til loka fiskveiðiárs er miðað við að afli samtals fari ekki yfir 883 tonn. Það sem af er fiskveiðiári er búið að landa 2.300 tonnum. Meira »

Hvalaafurðir fluttar út fyrir 940 milljónir

05:30 Alls voru 1.469 tonn af hvalaafurðum flutt út á síðasta ári. Árið 2017 voru flutt úr 1.407 tonn og 1529 tonn árið 2016, en tvö síðartöldu árin voru veiðar á stórhvelum ekki stundaðar við landið. Meira »

Sameinast um úrvinnslu veðurgagna

05:30 Ársfundur Veðurstofu Íslands er haldinn í dag undir yfirskriftinni: Nýjar áskoranir - nýjar leiðir. Honum verður streymt á netinu og fást nánari upplýsingar á vefnum vedur.is eða Facebooksíðu Veðurstofu Íslands. Meira »

Eldi á ófrjóum laxi hefst á Austfjörðum

05:30 Fiskeldi Austfjarða hefur fengið rekstrar- og starfsleyfi til stækkunar fiskeldis síns í Berufirði og Fáskrúðsfirði. Gefur það fyrirtækinu möguleika á að auka laxeldi sitt. Meira »

Munnhirða unglingsstráka slæm

05:30 Strákar í tíunda bekk drekka meira gos og bursta sjaldnar tennurnar en stelpur á sama aldri. Þetta kemur fram í rannsóknarverkefni Dönu Rúnar Heimisdóttur tannlæknis sem fjallar um neyslu- og tannhirðuvenjur unglinga. Meira »

Auknar líkur á ofanflóðum

Í gær, 23:55 Veðurstofan varar við auknum líkum á ofanflóðum á Snæfellsnesi og sunnanverðum Vestfjörðum í nótt og fyrramálið. Talsvert mikið rigndi á þessum slóðum í dag samfara leysingu í hlýindum. Meira »

Alþingi heldur sig frá samfélagsmiðlum

Í gær, 22:36 Engin áform eru uppi um að birta auglýsingar frá Alþingi á samfélagsmiðlum eins og Facebook, Instagram, YouTube og Twitter. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari forseta Alþingis við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um auglýsingar á samfélagsmiðlum. Meira »

Óvænt í rekstur í Wales

Í gær, 22:20 Röð tilviljana leiddi til þess að Sveinbjörn Stefán Einarsson, tuttugu og þriggja ára gamall Íslendingur, varð meðeigandi að bókabúðinni Bookends í bænum Cardigan í Wales. Meira »

Utanríkisráðuneytið hlýtur jafnlaunavottun

Í gær, 21:45 Utanríkisráðuneytið hefur hlotið jafnlaunavottun frá Vottun hf. sem er staðfesting þess að jafnlaunakerfi ráðuneytisins samræmist kröfum jafnlaunastaðalsins. Meira »

Barátta óháð kapítalískum fyrirtækjum

Í gær, 21:37 „Verkalýðsbarátta snýst um að tryggja vinnuaflinu mannsæmandi afkomu sama hvað kapítalísk fyrirtæki gera,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, við mbl.is. Fundi verkalýðsfélaga við SA var slitið fyrr en áætlað var í dag vegna óvissunnar varðandi WOW air. Meira »

Hefur gengið 1.157 sinnum á Ingólfsfjall

Í gær, 21:25 „Éljagangur og þoka eins og stundum hafa komið stoppa mig ekki. Mér er fyrir öllu að hreyfa mig og halda mér í formi og því eru fjallgöngurnar fastur liður í mínu daglega lífi,“ segir Magnús Öfjörð Guðjónsson á Selfossi. Hann er útivistargarpur og gengur nánast daglega á Ingólfsfjall sem er bæjarfjall Selfossbúa. Meira »

Kröfuhafar hlynntir endurreisn WOW air

Í gær, 20:58 Kröfuhafar WOW air funduðu klukkan hálfsjö í kvöld. Fundarefnið var áætlun um að umbreyta skuldum WOW air í 49% hlutafjár í félaginu. Samkvæmt heimildum blaðsins var einhugur um áætlunina. Hreyfði enginn mótmælum. Meira »

Fyrirhuguð verkföll á næstunni

Í gær, 19:20 Takist ekki að semja í yfirstandandi kjaradeilum og afstýra þar með frekari verkföllum, að minnsta kosti á meðan tekin er afstaða til þess sem samið hefur verið um, eru eftirfarandi verkföll fram undan miðað það sem hefur verið ákveðið. Meira »

Yrði að sjálfsögðu högg

Í gær, 19:13 Ríkisstjórnin hefur áhyggjur af stöðu WOW air og hefur haft lengi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að erfiðleikarnir hafi legið ljósir fyrir í töluverðan tíma. Forsvarsmenn WOW air funduðu í dag með Samgöngustofu. Meira »

Ólíklegt að skuldum verði breytt í hlutafé

Í gær, 19:08 Jón Karl Ólafs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Icelanda­ir Group, hefur efasemdir um að kröfuhafar WOW air, eins og flugvélaleigusalar, séu tilbúnir að breyta kröfum sínum yfir í hlutafé. Jón Karl sagði í viðtali við þau Huldu og Loga á K100 síðdegis að dagurinn í dag væri dagur ákvarðana hjá WOW air. Meira »
JEMA Bílalyftur í bílskúrinn
Frábærar skæralyftur sem henta í bílskúrinn,lyfta 1,2 m og 2,8T, glussadrifnar...
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...
Sumarhús- Gestahús- Breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Leiga, herb. hús, við Gullna hringinn..
Studio herb. með sérbaði og eldunaraðstöðu, hlýleg og kósí, 5 mínútur frá Gey...