Snertir um 70 flugmenn

Boeing 737 MAX þota Icelandair.
Boeing 737 MAX þota Icelandair.

Kyrrsetning þriggja Boeing 737 MAX 8-véla Icelandair hefur áhrif á störf og þjálfun um 70 flugmanna félagsins, en Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) hefur bannað notkun farþegaþotna af þessari gerð í lofthelgi Evrópu í kjölfar flugslyssins í Eþíópíu sl. sunnudag.

„Þetta hefur áhrif á um 60-70 flugmenn hjá okkur sem eru þjálfaðir á MAX,“ segir Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair, í samtali við Morgunblaðið og bætir við að sumir þessara flugmanna sitji heima, þar sem MAX-vélarnar hafa nú verið teknar úr áætlun, á meðan aðrir flugmenn sjá um þjálfun og enn aðrir eru í þjálfun á vegum félagsins.

„Flugfreyjur og flugþjónar eru í flestum tilfellum þjálfuð á allar okkar vélar og því getur þetta fólk farið á milli véla. Þeir flugmenn sem eru þjálfaðir á MAX-inn sitja hins vegar heima meðan á þessu stendur. Flugmenn fljúga bara einni flugvélategund í einu,“ segir Jens og bætir við að flugmenn Icelandair sýni þessari stöðu mikinn skilning og hafi „brugðist mjög vel“ við þessu flókna ástandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »