„Tel þetta langbestu niðurstöðuna“

Bjarni Benediktsson ræðir við fjölmiðla á Alþingi.
Bjarni Benediktsson ræðir við fjölmiðla á Alþingi. mbl.is/Árni Sæberg

„Ég lít á þetta sem tímabundna ráðstöfun,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, um þá ákvörðun að Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir taki við sem dómsmálaráðherra í stað Sigríðar Á. Andersen sem steig til hliðar í gær.

Bjarni tilkynnti þetta eftir þingflokksfund Sjálfstæðisflokksins sem boðað var til með stuttum fyrirvara í dag. Hann ræddi þar við þingflokk sinn áður en hann hélt á ríkisráðsfund sem hefst nú klukkan 16.

„Við erum hér að bregðast við stöðu sem kom upp í gær. Það eru ráðstafanir sem fylgja í kjölfarið sem tengjast þingflokknum, við þurfum kannski að skipa aftur í nefndir í þinginu og slíkt,“ sagði Bjarni og greindi frá því að mikil sátt hafi verið um þessa ákvörðun í þingflokki Sjálfstæðisflokksins.

„Það var mikil sátt og ég held að þetta sé langbesta niðurstaðan enda er hún hugsuð til þess að skapa rými til þess að ákveða næstu skref. Maður hleypur ekki til og skipar í ráðherrastól á innan við sólarhring.“ sagði Bjarni.

Þórdís Kolbrún ræddi ekki við fjölmiðla að loknum þingflokksfundi en er nú á leið til Bessastaða á ríkisráðsfund. Hún er ferðamála,- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og mun sinna því starfi áfram, auk dómsmálunum.

„Þórdís Kolbrún starfaði í þessu ráðuneyti. Hún er lögfræðingur og þekkir málaflokkana og kemur þess vegna vel undirbúin í ráðuneytið. Hún treystir sér vel í þetta verkefni og við treystum henni. Þetta mun fara bara mjög vel,“ sagði Bjarni.

Allt opið um endurkomu Sigríðar

Bjarni sagði að um tímabundna ráðstöfun væri að ræða. Sigríður Andersen sagðist í gær vera að stíga tímabundið til hliðar. Er þá opið fyrir því að hún komi að nýju inn í ríkisstjórnina?

„Ég sé ekki fram á að það gerist á næstu vikum, en síðar á kjörtímabilinu get ég vel séð það fyrir mér eins og aðrar breytingar. Hún er fullgildur þingmaður sem getur, að mínu áliti, starfað í stjórnarráðinu. Þær aðstæður hafa nú skapast að hún ákveður að stíga út úr ráðuneytinu og þá setjum við annan ráðherra inn. Hvort Sigríður Andersen fari aftur í ríkisstjórn síðar á kjörtímabilinu er mál sem ég get ekki svarað núna, en það er allt opið fyrir það,“ sagði Bjarni.

Bjarni sagði að ríkisstjórnin sýndi því skilning að svona verði brugðist við og ráðrúm gefið til þess að hægt væri að ráða ráðum enn frekar um varanlega skipun dómsmálaráðherra. Hann sagði ekki vera búið að ákveða framhaldið.

Þarf tíma til að greiða fyrir Landsrétti

Sigríður Andersen steig til hliðar vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu þar sem skipun dómara í Landsrétt var sögð brot á mannréttindasáttmálanum. Landsréttur ákvað í kjölfarið að fresta öllum sínum málum ótímabundið. Hvað segir Bjarni um stöðu Landsréttar nú?

„Ég held að það sé mikilvægt að átta sig á því að það sem gerist næst vegna dóms MDE er að sumir hlutir verða að hafa sinn gang, eins og einstök dómsmál. Dómstólarnir eru að leggja það í hendur málsaðila. Önnur mál þurfa að skoðast í dómskerfinu og aðrir í ráðuneytinu. Það verður gert og við þurfum einhverja daga til þess,“ sagði Bjarni.

En hvernig standa málin í ríkisstjórninni er varðar Landsrétt?

„Vinna er hafin í ráðuneytinu og við ræddum það á ríkisstjórnarfundi í morgun hvaða atriði þurfa að komast til skoðunar þar.“

Aðeins rætt um möguleika á þessum dómi MDE

Ríkisstjórnin hefur talað um að dómur MDE hafi komið öllum á óvart. Nú þegar Landsréttur er óstarfhæfur í bili, var ekki undirbúin nein aðgerðaráætlun ef svo færi að dómur MDE færi svona?

„Við ræddum það og það voru til einhver minnisblöð, þar sem velt var upp möguleikum. En ég get fullyrt að þessi niðurstaða kom mönnum í opna skjöldu,“ sagði Bjarni.

Eftir að hafa rætt við fjölmiðla eftir þingflokksfund hélt Bjarni svo á fund ríkisráðs á Bessastöðum þar sem formlega verður gengið frá því að Þórdís taki við dómsmálaráðuneytinu.

Fréttin hefur verið uppfærð

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Auknar líkur á ofanflóðum

Í gær, 23:55 Veðurstofan varar við auknum líkum á ofanflóðum á Snæfellsnesi og sunnanverðum Vestfjörðum í nótt og fyrramálið. Talsvert mikið rigndi á þessum slóðum í dag samfara leysingu í hlýindum. Meira »

Alþingi heldur sig frá samfélagsmiðlum

Í gær, 22:36 Engin áform eru uppi um að birta auglýsingar frá Alþingi á samfélagsmiðlum eins og Facebook, Instagram, YouTube og Twitter. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari forseta Alþingis við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um auglýsingar á samfélagsmiðlum. Meira »

Óvænt í rekstur í Wales

Í gær, 22:20 Röð tilviljana leiddi til þess að Sveinbjörn Stefán Einarsson, tuttugu og þriggja ára gamall Íslendingur, varð meðeigandi að bókabúðinni Bookends í bænum Cardigan í Wales. Meira »

Utanríkisráðuneytið hlýtur jafnlaunavottun

Í gær, 21:45 Utanríkisráðuneytið hefur hlotið jafnlaunavottun frá Vottun hf. sem er staðfesting þess að jafnlaunakerfi ráðuneytisins samræmist kröfum jafnlaunastaðalsins. Meira »

Barátta óháð kapítalískum fyrirtækjum

Í gær, 21:37 „Verkalýðsbarátta snýst um að tryggja vinnuaflinu mannsæmandi afkomu sama hvað kapítalísk fyrirtæki gera,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, við mbl.is. Fundi verkalýðsfélaga við SA var slitið fyrr en áætlað var í dag vegna óvissunnar varðandi WOW air. Meira »

Hefur gengið 1.157 sinnum á Ingólfsfjall

Í gær, 21:25 „Éljagangur og þoka eins og stundum hafa komið stoppa mig ekki. Mér er fyrir öllu að hreyfa mig og halda mér í formi og því eru fjallgöngurnar fastur liður í mínu daglega lífi,“ segir Magnús Öfjörð Guðjónsson á Selfossi. Hann er útivistargarpur og gengur nánast daglega á Ingólfsfjall sem er bæjarfjall Selfossbúa. Meira »

Kröfuhafar hlynntir endurreisn WOW air

Í gær, 20:58 Kröfuhafar WOW air funduðu klukkan hálfsjö í kvöld. Fundarefnið var áætlun um að umbreyta skuldum WOW air í 49% hlutafjár í félaginu. Samkvæmt heimildum blaðsins var einhugur um áætlunina. Hreyfði enginn mótmælum. Meira »

Fyrirhuguð verkföll á næstunni

Í gær, 19:20 Takist ekki að semja í yfirstandandi kjaradeilum og afstýra þar með frekari verkföllum, að minnsta kosti á meðan tekin er afstaða til þess sem samið hefur verið um, eru eftirfarandi verkföll fram undan miðað það sem hefur verið ákveðið. Meira »

Yrði að sjálfsögðu högg

Í gær, 19:13 Ríkisstjórnin hefur áhyggjur af stöðu WOW air og hefur haft lengi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að erfiðleikarnir hafi legið ljósir fyrir í töluverðan tíma. Forsvarsmenn WOW air funduðu í dag með Samgöngustofu. Meira »

Ólíklegt að skuldum verði breytt í hlutafé

Í gær, 19:08 Jón Karl Ólafs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Icelanda­ir Group, hefur efasemdir um að kröfuhafar WOW air, eins og flugvélaleigusalar, séu tilbúnir að breyta kröfum sínum yfir í hlutafé. Jón Karl sagði í viðtali við þau Huldu og Loga á K100 síðdegis að dagurinn í dag væri dagur ákvarðana hjá WOW air. Meira »

„Menn hafa áhyggjur af stöðunni“

Í gær, 18:40 Staðan á flugmarkaði verður meðal þess sem umhverfis- og samgöngunefnd fjallar um á fundi sínum í fyrramálið. Jón Gunnarsson, formaður nefndarinnar, segir að sú umræða hafi verið ákveðin með skömmum fyrirvara. Meira »

Aflýsa öðru flugi frá London

Í gær, 18:20 Flugi WOW air frá Gatwick til Keflavíkur sem áætlað var seint í kvöld hefur verið aflýst. Þetta er annað flugi WOW air frá Gatwick til Keflavíkur í dag sem er aflýst, en flugi félagsins til Lundúna í morgun var aflýst. Meira »

„Hvernig ráðum við bót á þessu böli?“

Í gær, 17:22 „Við höfum heyrt allt of margar sögur þar sem verið er að brjóta mjög gróflega á réttindum starfsfólks, sem býr við algjörlega óviðunandi aðstæður og er í aðstöðu gagnvart vinnuveitanda sínum sem er á engan hátt ásættanleg,“ sagði Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, á þingi í dag. Meira »

Svigrúm til launahækkana mögulega minna

Í gær, 17:17 „Þeim mun alvarlegri sem svona skellur verður, þeim mun minna svigrúm verður fyrir ferðaþjónustuna að hækka lægstu laun. Krafan sem er í gangi hjá verkalýðshreyfingunni á Íslandi er einmitt að hækka lægstu laun,“ sagði Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, á Alþingi í dag. Meira »

Koma ekki til byggða fyrr en í kvöld

Í gær, 17:13 Búið er að koma hluta af jeppafólki sem var í bílum sunnan Langjökuls til byggða. Ekkert amar að fólkinu, sem lenti í vandræðum við Langjökul í gærkvöldi og óskaði eftir aðstoð björgunarsveita um miðnætti eftir að bílar þeirra ýmist biluðu eða festu sig. Meira »

Vél WOW lögð af stað frá Montréal

Í gær, 16:45 Flugvél WOW Air, TF-DOG, tók á loft frá flugvellinum í Montréal í Kanada klukkan 12.06 að staðartíma, 16.06 að íslenskum tíma, en hún var send af stað eftir að önnur vél félagsins var kyrrsett á vellinum. Meira »

Framkvæmdir hefjast á næstunni

Í gær, 16:25 Reiknað er með að framkvæmdir á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli hefjist á næstunni í kjölfar þess að útboði vegna þeirra lauk á síðasta ári. Gert er ráð fyrir að framkvæmdirnar taki um tvö ár. Meira »

Vill svör um Herjólf og Landeyjahöfn

Í gær, 16:08 Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, óskaði í dag eftir sérstökum fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis til þess að ræða stöðuna á nýjum Herjólfi og dýpkun Landeyjahafnar. Vill hann fá skýrari svör frá Vegagerðinni. Meira »

Vill vísa orkupakkanum til þjóðarinnar

Í gær, 15:51 „Er ekki ástæða til þess að beina þessum þriðja orkupakka til þjóðarinnar og gefa henni kost á að svara hvort hún vilji hann eða ekki?“ spurði Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, Iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, á Alþingi í dag undir óundirbúnum fyrirspurnum. Meira »