Ekki greinst ný mislingasmit

Bólusett gegn mislingum.
Bólusett gegn mislingum. mbl.is/​Hari

Ekki hafa greinst ný tilfelli mislinga hér á landi. Sex hafa greinst með mislinga frá því um miðjan febrúar. Óvíst er hvort sá sjötti hafi smitast af mislingum eða greinst með mislinga eftir bólusetningu gegn þeim skömmu áður. Tíu þúsund skammtar af bóluefni gegn mislingum eru komnir í dreifingu á heilbrigðisstofnanir um land alltÞetta kemur fram á vef embættis landlæknis

Nánari upplýsingar varðandi framkvæmd bólusetninganna verður hægt að finna á heimasíðum einstakra heilsugæslustöðva þegar þær liggja fyrir.

Bólusetningar geta valdið mislingalíkum útbrotum í um það bil 5% tilfella. Útbrotin og önnur möguleg einkenni eru oftast væg og eru mjög litlar líkur á smiti til annarra í slíkum tilfellum.

Fólk er hvatt til að leita sér frekari upplýsingar um mislinga á vefsíðu embættis landlæknis.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert