„Erum ekki bara kvótastelpur“

Fögnuður liðs Kvennó var ósvikinn.
Fögnuður liðs Kvennó var ósvikinn. Skjáskot RÚV

„Við erum að brjóta glerþakið sem Gettu betur hefur verið með mjög lengi,“ segir Fjóla Ósk Guðmannsdóttir, fyrirliði Kvennó í Gettu betur, en skólinn tryggði sér í kvöld sigur í Gettu betur með sigri á MR í æsispennandi úrslitum í kvöld, 30:29. Lið Kvenna­skól­ans skipa þau Fjóla Ósk Guðmanns­dótt­ir, Hlyn­ur Ólason og Berg­lind Bjarna­dótt­ir.

Fjóla stóð einnig uppi sem sigurvegari í Gettu betur með Kvennaskólanum fyrir tveimur árum og er hún því fyrsta stelpan í sögu Gettu betur sem vinnur keppnina tvisvar. Auk þess er lið Kvennó í ár fyrsta sigurliðið þar sem meirihluti liðsmanna er stelpur.

„Við erum að sýna að við erum ekki bara kvótastelpur,“ segir Fjóla. Kynjakvótar voru settir á í Gettu betur fyrir nokkrum árum og þá var skylda að hafa í það minnsta eina stelpu í hverju liði. 

Hlynur Ólason, Berglind Bjarnadóttir og Fjóla Ósk Guðmannsdóttir, með hljóðnemann, ...
Hlynur Ólason, Berglind Bjarnadóttir og Fjóla Ósk Guðmannsdóttir, með hljóðnemann, fagna í kvöld. mbl.is/Eggert

Ekki rígur á milli liðanna

„Við vorum búin að plana að sigra. Auðvitað getur allt gerst en við ákváðum að reyna okkar besta og það skilaði sér,“ segir Fjóla Ósk. Aðspurð segir Fjóla að liðið hafi haft undirbúning keppninnar hefðbundinn; farið í sund og haft það rólegt.

Mjög stutt er á milli skólanna í miðbæ Reykjavíkur, Kvennó og MR, og Fjóla bendir á að Kvennó hafi líka unnið MR síðast þegar skólarnir mættust í Gettu betur. Hún segist ekki nudda MR-ingum upp úr því þegar þeir tapa og segir ekki mikinn ríg milli þeirra sem eru í keppnisliðunum:

„Það er ekki rígur á milli liðanna, kannski nemenda í skólunum.“

Sigursvarið frönskukennaranum að þakka

Fjóla tryggði Kvennó sigurinn í kvöld þegar spurt var um dýrið lunda í vísbendingaspurningu. Hún svaraði rétt, Kvennó fékk tvö stig og það voru tvö síðustu stig kvöldsins. Athygli vakti að við fyrstu vísbendingu, þegar þrjú stig voru í boði, svaraði Fjóla því að dýrið væri froskur og ýtti svo á bjölluna áður en spyrill hóf að lesa aðra vísbendinguna: „Við ætlum að segja að þetta sé lundi, af því að það er mánudagur á frönsku,“ sagði Fjóla í keppninni og Kvennó fékk tvö stig að launum.

„Ég fattaði á seinustu stundu að ég svaraði vitlaust. Spyrillinn talaði um eitthvert embætti og að Frakkar vildu borða ákveðinn mat á mánudögum. Ég vil bara þakka frönskukennaranum mínum innilega fyrir að kenna mér mánudag á frönsku,“ segir Fjóla.

Hún segir að sigrinum verði vel fagnað í kvöld, eins og gefur að skilja. Aðspurð hvað taki síðan við segist hún útskrifast í vor en Hlynur og Berglind halda áfram í Kvennaskólanum næsta vetur.

Spurð hvort hún þurfi ekki að fylla upp í tómarúm nú þegar Gettu betur ferlinum er lokið stendur ekki á svari:  „Líf eftir Gettu betur, er það til?“ spyr Fjóla og kveður blaðamann áður en hún heldur í fögnuð.

mbl.is

Innlent »

Vatnsleki í ofni 2 hjá PCC Bakka

15:39 Ofn 2 í kísilveri PCC Bakka hefur verið til vandræða og berst starfsfólk við vatnsleka frá kælikerfinu. Bregðast þarf við því með viðgerð og var slökkt á ofninum í gær. Meira »

Haraldur með bestu fréttaljósmyndina

15:38 Árleg sýning íslenskra blaðaljósmyndara opnaði klukkan 15 í dag í Smáralind og við opnunina voru ljósmyndurum veitt verðlaun fyrir bestu myndir ársins 2018. Haraldur Jónasson, ljósmyndari Morgunblaðsins og mbl.is, átti bestu mynd í fréttaflokki. Meira »

Óvissuþættir í fjármálaáætlun

14:47 Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar 2020 til 2024 gerir ráð fyrir að hægi á hagvexti, en að hann haldist um 2,5% á tímabilinu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir í samtali við mbl.is að hann geri sér grein fyrir því að forsendur áætlunarinnar geti breyst. Meira »

Ákærður fyrir nauðgun og líkamsárás

13:48 Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir kynferðisbrot og blygðunarsemisbrot gegn ósjálfráða manni á heimili sínu fyrir þremur árum. Meira »

4 milljörðum meira til samgöngumála

13:15 Fjögurra milljarða viðbótaraukning verður frá gildandi fjármálaáætlun til samgönguframkvæmda frá og með árinu 2020. Þetta kemur fram í nýrri fjármálaætlun fyrir árin 2020 til 2024 sem var kynnt í dag. Meira »

Krefst viðbótargreiðslu vegna Herjólfs

12:55 Skipasmíðastöðin Crist S.A., sem hefur nánast lokið smíði nýs Herjólfs, gerir kröfu um viðbótargreiðslur sem ekki eru í samræmi við samninginn um smíðina. Vegagerðin hefur hafnað kröfunni. Meira »

47 þúsund Íslendingar búa erlendis

12:46 Rúmlega 47 þúsund Íslendingar eru búsettir erlendis og 44 þúsund erlendir ríkisborgarar eru búsettir hér á landi, að því er fram kemur í yfirliti Þjóðskrár yfir skráningu einstaklinga. Þá var fjöldi einstaklinga sem búsettir voru á Íslandi 356.789 þann 1. desember 2018. Meira »

Bátnum náð af strandstað

12:24 Búið er að ná bátnum sem var strandaður á Jökulfjörðum af strandstað. Björgunarskipið Gunnar Friðriksson er með hann í togi á leið til Ísafjarðar og björgunarbáturinn Gísli Hjalta fylgir þeim. Meira »

„Allt annað hljóð í mönnum“

11:20 „Ef það kemur til þess að ástandið haldi áfram, þá verða verkföll fimmtudaginn næsta og þá hefur þetta verið upphitun fyrir það sem koma skal,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í samtali við mbl.is. „Að sjálfsögðu vonast ég til þess að við förum að ná saman við okkar viðsemjendur.“ Meira »

Semja um stofnun nemendagarða

10:58 Ísafjarðarbær og Lýðháskólinn á Flateyri hafa undirritað samkomulag um stofnun sjálfseignarstofnunar til reksturs nemendagarða Lýðháskólans. Meira »

Neyðarkall frá báti í Jökulfjörðum

10:05 Björgunarskip og bátar Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Ísafirði og Bolungarvík hafa verið ræst út vegna báts sem sendi út neyðarkall í Jökulfjörðum. Meira »

Brestur í loðnu og blikur á lofti

10:00 Brestur í loðnuveiðum og blikur á lofti eru orð sem oft hafa verið notuð að undanförnu. Loðnan hefur breytt hegðan sinni síðustu ár og mörgum spurningum er ósvarað um umhverfisþætti, útbreiðslu, þróun stofnsins og göngur loðnunnar til hrygningar, sem að stærstum hluta hefur verið í Faxaflóa og Breiðafirði. Meira »

„Amma kenndi mér allt“

09:50 Blóðberg, birkitré, reynitré, rifsber, rófur, furutré og Rauði krossinn. Þekking hinnar ellefu ára Þuríðar Yngvadóttur vakti athygli þeirra sem horfðu á fræðsluþáttinn Hvað höfum við gert? sem sýndur var síðasta sunnudag. Þar fór hún létt með að bera kennsl á myndir af öllu þessu og ýmsu öðru til. Meira »

Gæti dregist saman um 2,7%

09:43 Ef WOW air hverfur af flugmarkaði gæti það leitt til þess að landsframleiðsla myndi dragast saman um 0,9 til 2,7 prósent á einu ári. Meira »

Bótadómur ógiltur vegna meðdómenda

09:06 Landsréttur hefur ómerkt dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem tryggingafélaginu Verði var gert að greiða manni rúmar 66 milljónir króna í skaðabætur. Meira »

Styttist í útboð byggingar hjúkrunarheimilis

07:57 Selfyssingar, og raunar Sunnlendingar allir eru orðnir nokkuð langeygir eftir nýju hjúkrunarheimili sem fyrirhugað er á bökkum Ölfusár, austan við sjúkrahúsið á Selfossi. Meira »

Dyraverðir áttu í vök að verjast

07:55 Dyraverðir á skemmtistað í miðborginni óskuðu eftir aðstoð lögreglunnar um hálffjögurleytið í nótt, en þá voru þeir með einstakling í tökum. Hann er grunaður um að hafa ráðist á dyraverði og reynt að slá og sparka í lögreglumenn. Í Breiðholtinu var reynt að kýla dyravörð. Meira »

Tugir útkalla vegna veðursins

07:37 Nokkuð bar á því að björgunarsveitir væru kallaðar út vegna óveðursins sem geisaði víða um landið í gær, einkum á Norður- og Austurlandi. Þá skall snarpur bylur á höfuðborgarsvæðinu um eftirmiðdaginn, en minna varð úr en spáð hafði verið. Meira »

Slydda eða snjókoma með köflum

07:11 Spáð er sunnan og suðvestan 5 til 13 metrum á sekúndu á landinu í dag með morgninum og slyddu eða snjókomu með köflum en bjartviðri um landið norðaustanvert síðdegis. Meira »
Varstu í bústað, ólykt eftir vetur, viltu eyða
Varstu í bústaðnum, var ólykt / fúkkalykt eftir veturinn, viltu eyða, hér er lau...
Fágætar vínilplötur í Kolaportinu!!
Mikið úrval af fágætum vínilplötum í Kolaportinu við gluggavegg miðjan sjávarmeg...
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakr - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar ...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Allar stærðir sendibíla. Traust og góð þjónusta við fyrirtæki og einstaklinga. ...