Kvennó vann Gettu betur

Hlynur Ólason, Berglind Bjarnadóttir og Fjóla Ósk Guðmannsdóttir, með hljóðnemann, …
Hlynur Ólason, Berglind Bjarnadóttir og Fjóla Ósk Guðmannsdóttir, með hljóðnemann, fagna í kvöld. mbl.is/Eggert

Kvennaskólinn sigraði Menntaskólann í Reykjavíkur 30:29 í úrslitum Gettu betur í kvöld. Úrslitin fóru fram í Austurbæ og voru sýnd í beinni útsendingu á RÚV. Er þetta í þriðja skipti sem Kvennaskólinn vinnur Gettu betur.

Lið Kvennaskólans skipa þau Fjóla Ósk Guðmannsdóttir, Hlynur Ólason og Berglind Bjarnadóttir en í liði MR eru Sigrún Vala Árnadóttir, Hlynur Blær Sigurðsson og Ármann Leifsson.

Fögnuður liðs Kvennó var ósvikinn.
Fögnuður liðs Kvennó var ósvikinn. Skjáskot RÚV

Eins og lokatölurnar gefa til kynna var keppnin æsispennandi. Lið Kvennaskólans tryggði sér sigurinn í næst síðustu spurningu, sem var vísbendingaspurning. Þá var spurt um dýr. Svarið var lundi, Kvennó fékk tvö stig og komst stigi yfir MR.

Hvorugt lið hafði svarið við þríhöfða kvöldsins sem þýddi að Kvennó tryggði sér sigurinn og voru fagnaðarlæti liðsmanna og stuðningsmanna eftir því.

Hlynur Ólason, Fjóla Ósk Guðmannsdóttir og Berglind Bjarnadóttir fögnuðu vel …
Hlynur Ólason, Fjóla Ósk Guðmannsdóttir og Berglind Bjarnadóttir fögnuðu vel og innilega. mbl.is/Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert