Mörg aðkallandi mál á döfinni

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það var leitað til mín og ég er þakklát fyrir það traust sem mér er sýnt,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, sem taka mun við sem dómsmálaráðherra í stað Sigríðar Á. Andersen sem steig til hliðar í fyrradag. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort eða hvenær Sigríður muni snúa til baka í ráðuneytið. Ákvörðunin var tilkynnt að loknum þingflokksfundi Sjálfstæðisflokks í gær.

Þórdís mun áfram sinna starfi ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, en að hennar sögn er um tímabundna ráðstöfun að ræða. „Þetta er tímabundið verkefni sem ég mun taka mjög alvarlega. Það eru stór verkefni fram undan en ég þekki þennan málaflokk vel. Ég hef áður starfað sem aðstoðarmaður í innanríkisráðuneytinu og er með menntun sem mun nýtast í þessu starfi,“ segir Þórdís sem kveðst spennt fyrir komandi verkefni.

„Þetta var flókin staða sem upp var komin en við leystum það. Ég treysti mér vel til að leysa þetta verkefni. Ég hef sett mig inn í málin sitjandi í ríkisstjórn en mun nýta tímann á næstunni til að kafa dýpra,“ segir Þórdís og bætir við að hún eigi ekki von á því að sinna embættinu í langan tíma. „Þetta er skipan til skamms tíma. Við erum ekki að tala um margra mánaða skipun,“ segir Þórdís í umfjöllun um ráðherraskiptin í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »