Nöfn fermingarbarna aðeins birt með réttu samþykki

Ferming á höfuðborg­ar­svæðinu.
Ferming á höfuðborg­ar­svæðinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Miðlun nafna fermingarbarna þarf að byggja á fullnægjandi heimild þar sem slík miðlun telst til vinnslu viðkvæmra persónuupplýsinga. Þetta segir Brynja Dögg Guðmundsdóttir Briem, lögfræðingur og persónuverndarfulltrúi hjá Biskupsstofu.

Árlegt fermingarblað Morgunblaðsins kemur út í dag. Þar er nú sú breyting að nöfn fermingarbarna vorsins eru ekki birt, eins og löng hefð er fyrir. Hefur blaðið jafnan fengið lista yfir fermingarbörnin send frá prestum úti í sóknunum.

„Eldri lög gerðu ráð fyrir því að afla þyrfti samþykkis fyrir nafnbirtingu. Í nýjum lögum er hins vegar sú krafa gerð að samþykkið sé útfært rétt. Fólk má til dæmis afturkalla samþykki sitt og gera þarf viðkomandi ljóst að slíkt sé ekki skilyrði þess að fá að fermast. Þar sem prestar hafa ekki allir aflað samþykkis skv. nýjum lögum var ákveðið að nöfn fermingarbarna yrðu að þessu sinni ekki send út til birtingar,“ sagði Brynja Dögg í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert