Styrkja Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins

Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins.
Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. mbl.is/Kristinn

Ásmundur Einar Daðason, félags og barnamálaráðherra, hefur ákveðið að gera breytingar á forgangsröðun í fjárlögum yfirstandandi árs og voru í því skyni fluttar 50 milljónir króna til að styrkja starfsemi Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins til frambúðar.

Ásmundur Einar hefur boðað endurskoðun á félagslegri umgjörð og stuðningi við börn með áherslu á snemmtæka íhlutun og samvinnu kerfa. Er ákvörðun um að veita Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins aukið fjármagn liður í að tryggja að hægt sé að bregðast við vanda barna eins fljótt og kostur er, samkvæmt fréttatilkynningu.   

Sjá nánar hér  

mbl.is