Verkbeiðni borgarinnar var takmörkuð

Mannvit segist ekki hafa tekið út húsnæði Fossvogsskóla, aðeins hafi …
Mannvit segist ekki hafa tekið út húsnæði Fossvogsskóla, aðeins hafi verið beðið um ryksýnatöku afmarkaðs hluta þess. mbl.is/Hallur Már

Mannvit vann ekki úttekt á húsnæði Fossvogsskóla, að því er fram kemur í yfirlýsingu frá fyrirtækinu. Þá segir að „verkbeiðnin sem Mannviti barst frá Reykjavíkurborg var um ryksýnatöku á afmörkuðum hluta húsnæðisins.“

Fram kemur að skoðun og sýnataka hafi verið framkvæmd í samræmi við verkbeiðni Reykjavíkurborgar og að ábendingar um aðgerðir tóku mið af því. Gerði fyrirtækið ýmsar tillögur að úrbótum, einnig var lagt til frekari skoðun á byggingunni þar með talið á þakvirki og kjallara.

„Í framhaldinu var Verkís fengið til að gera úttekt á húsnæðinu,“ segir í yfirlýsingunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert