Engar jákvæðar fréttir um helgina

Starfsgreinasambandið og Samtök atvinnulífsins hafa fundað undanfarnar vikur hjá ríkissáttasemjara. …
Starfsgreinasambandið og Samtök atvinnulífsins hafa fundað undanfarnar vikur hjá ríkissáttasemjara. Björn Snæbjörnsson er fyrir miðju myndarinnar. mbl.is/​Hari

Engar jákvæðar fréttir hafa komið fram um helgina af viðræðum Samtaka atvinnulífsins (SA) og Starfsgreinasambands Íslands (SGS), en fyrir helgi sagði samninganefnd SGS að ef ekki kæmi til nýrra hugmynda frá SA á næstu dögum hafi viðræðunefnd­in fulla heim­ild til lýsa yfir ár­ang­urs­laus­um viðræðum þrátt fyr­ir milli­göngu rík­is­sátta­semj­ara og slíta viðræðum. 

Á morgun munu SA og SGS funda hjá ríkissáttasemjara klukkan 11, en ekki er mikil bjartsýni fyrir þeim fundi.

SA hafa ekki fært SGS neinar góðar fréttir um helgina, segir Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, í samtali við mbl.is. Það þýðir að líkindum að SGS bóki árangurslausan fund í fyrramálið hjá SGS, sem þýðir að aðildarfélög þess fari að teikna upp verkfallsaðgerðir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert