Farsímasaga Íslands til sölu

Símarnir eru um 400 eintök en Gylfi hefur safnað þeim ...
Símarnir eru um 400 eintök en Gylfi hefur safnað þeim síðan 1998. Hér sést hluti þeirra. Ljósmynd/Aðsend

Gylfi Gylfason, fyrrverandi eigandi Símabæjar, er með farsímasögu Íslands til sölu. Hann auglýsti safnið á Facebook-síðunni „Brask og brall“ í vikunni en safnið er óselt. Í því eru um 400 farsímar, þar á meðal fyrstu farsímarnir sem fluttir voru til Íslands og Gylfi segir að seljist á tugi þúsunda á Ebay. 

„Ég byrjaði að safna þessu 98 eða 99 því þá sá ég að símarnir voru í svo mikilli útlitssókn, sérstaklega Nokia. Það voru að koma fram svo mörg fáránleg módel og maður hugsaði með sér að það sem væri flott í dag yrði hallærislegt eftir tvö ár. Þá hugsaði ég með mér að þetta myndi hafa eitthvert söfnunargildi. Svo safnaði ég þessu áfram á meðan ég var í rekstri og svo sit ég uppi með þetta núna,“ segir Gylfi og hlær.

Farsímasaga á hálfa milljón

Gylfi hefur fengið tilboð í staka síma en hann vill einungis selja safnið í heilu lagi. Lægsta verð er 500.000 krónur. „Þetta er safn og ég vil að það njóti sín í heild sinni. Þetta yrði rosalega flott innrétting, til dæmis á bar. Sem dæmi þá var ég í lítilli búð niðri á Skólavörðustíg um daginn sem heitir Fótógrafí og er troðfull af myndavélum. Kommentin á Trip Advisor eru á þann veg að þetta gamla dót skapi ákveðna upplifun svo ég hugsaði alltaf með mér að það væri líka hægt að skapa rosa upplifun í kringum símana.“

Gylfi Gylfason í Símabæ á meðan búðin var enn opin.
Gylfi Gylfason í Símabæ á meðan búðin var enn opin. mbl.is/Styrmir Kári

Gylfi segist hafa sýnt safnið í Símabæ nokkrum sinnum en það hafi dregið of marga að. „Þá var enginn friður. Það var svo mikil nostalgía sem kom í liðið að þetta var bara orðin of mikil vinna. Þetta er dót sem allir tengja við. Það nota allir síma og fólk tengir þá við minningar. Fólk var farið að segja mér ævisögurnar sínar eftir að það sá einhver eintök af símum sem það hafði átt. Fólk hafði gaman af þessu og upplifði þetta sterkt.“

Símasafnið inniheldur einungis þá síma sem voru seldir hérlendis. „Þetta er svo skemmtilegt safn, fólk sem er orðið fertugt er búið að nota svo mikið af þessum tækjum. Þetta eru tækin sem Íslendingarnir notuðu. Þetta er farsímasagan okkar,“ segir Gylfi.

Gylfi hefur ekki viljað selja staka síma enda eigi safnið ...
Gylfi hefur ekki viljað selja staka síma enda eigi safnið að njóta sín sem heild. Ljósmynd/Aðsend

Sögunni lokað með Samsung S

Nú eru símar farnir að líkjast hver öðrum meir en áður og Gylfi ákvað að loka sögunni fyrir stuttu síðan. „Ég tek símasöguna frá NMT og safnið endar í fyrstu snjallsímunum frá Samsung. Ég hugsaði með mér þegar þeir komu með fyrstu S-módelin að þá væri þetta búið, þá yrðu þetta bara svartar klessur á vegg, bara mismunandi stórar. Ég lokaði því sögunni með S-módelunum.“

Gylfi segir að það hafi mikil áhrif á fólk að ...
Gylfi segir að það hafi mikil áhrif á fólk að sjá síma sem það sjálft hafi átt. Ljósmynd/Aðsend

Gylfi segist hafa ákveðið að safna bara hlutum sem gætu nýst í framtíðinni. „Versta tegundin af söfnurum eru þeir sem safna og safna og drepast svo frá þessu öllu saman. Ég hef frekar viljað safna einhverju sem gæti falið í sér verðmæti og einhver gæti haft áhuga á síðar meir.“

Aðspurður hvort söfnunin haldi áfram ef safnið selst ekki segir Gylfi: „Ég verð að viðurkenna að þegar hent er í mann símum þá segir maður ekki nei. Ég mun geyma þetta því ég er að passa upp á safnið og hef þá trú að einhver uppgötvi möguleikana í því.“

mbl.is

Innlent »

Óánægja með viðtöl Bandaríkjamanna

14:05 Flugfarþegi lýsti í dag óánægju sinni með framgöngu manna í brottfararsal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar í Facebook-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar. Mennirnir tveir spurðu fólk spurninga um það hvert það hygðist ferðast. Meira »

Líf og fjör í páskaeggjaleit K100

12:49 Fjölmargir, ungir sem aldnir, litu við í Hádegismóum í dag þar sem fram fór páskaeggjaleit útvarpsstöðvarinnar K100. Líf og fjör var í leitinni og gestirnir nutu útivistarinnar til hins ýtrasta. Boðið var upp á veitingar fyrir alla. Meira »

Stormur sökk í Reykjavíkurhöfn

12:19 Lítill bátur með utanborðsmótora sem ber nafnið Stormur sökk í Reykjavíkurhöfn í gær. Unnið er að því að ná honum upp úr höfninni. Meira »

Göngunum lokað vegna mengunar

11:50 Loka þurfti fyrir umferð um Hvalfjarðargöng fyrr í morgun sökum þess að mengun í göngunum fór upp fyrir leyfileg mörk. Búið er að opna göngin aftur, en samkvæmt starfsmanni Vegagerðarinnar sem mbl.is ræddi við má búast við því að þetta gerist af og til um helgina. Meira »

Búið að opna að Dettifossi

10:50 Búið er að opna fyrir umferð um Dettifossveg frá Þjóðvegi 1 og norður að fossinum. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Vatnajökulsþjóðgarðs. Aðstæður á gönguleiðum við fossinn eru þó sagðar „vægast sagt fjölbreyttar“. Meira »

Tímaferðalag Ævars á svið

10:00 Ævar Þór Benediktsson hefur samið við Þjoðleikhúsið um að ný gerð af Þínu eigin leikriti verði frumsýnd á næsta leikári í leikstjórn Stefáns Halls Stefánssonar. Nýja leikritið verður byggt á bók Ævars Þitt eigið ævintýri – Tímaferðalag. Meira »

Skíðafærið á skírdag

09:24 Þrátt fyrir að skíðasnjó sé því miður ekki lengur að finna á suðvesturhorni landsins og búið sé að loka Bláfjöllum og Skálafelli endanlega þennan veturinn, er enn eitthvað af skíðasnjó í brekkunum fyrir norðan, austan og vestan. mbl.is tók saman stöðuna. Meira »

Sprett úr skíðaspori á Ísafirði í aðdraganda páskanna

09:07 Gleðin skein úr hverju andliti á Ísafirði í gær þegar sprettskíðaganga Craftsport hófst, en gangan markaði upphaf hinnar árlegu skíðaviku á Ísafirði. Meira »

250 þúsund króna munur vegna aldurs

08:18 Um 250 þúsund króna munur getur verið á ábyrgðartryggingu ökutækis á milli tryggingarfélaga, miðað við tilboð sem ungur ökumaður fékk í ökutækjatryggingu frá tveimur tryggingarfélögum. Meira »

Ekki gerðar tímakröfur á flugmenn

08:13 Þegar Icelandair ræður flugmenn til starfa er ekki gerð grunnkrafa um tiltekinn fjölda flugtíma, heldur hafa þær kröfur með tímanum vikið fyrir öðruvísi kröfum. Meira »

Færri fara á fjöll um páska en áður

07:57 Páskarnir eru tími sem fólk nýtir gjarnan í ferðalög um landið. En hvert liggur straumur Íslendinga í páskafríinu?  Meira »

Eldur kviknaði á hjúkrunarheimili

07:51 Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var sent af stað um kl. 7 í morgun vegna tilkynningar um eld í matsal á hjúkrunarheimili í Boðaþingi í Kópavogi. Eldurinn reyndist minniháttar. Meira »

Handalögmál vegna starfa bingóstjóra

07:17 Kona var slegin í andlitið eftir að hún reyndi að koma manni sem stýrði bingóleik á Gullöldinni í Grafarvogi til varnar, en sá hafði verið sakaður um svindl. Að öðru leyti byrjar páskahelgin vel hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Fréttaþjónusta mbl.is um páskana

05:30 Morgunblaðið kemur næst út laugardaginn 20. apríl. Fréttaþjónusta verður um páskana á mbl.is. Hægt er að koma ábendingum um fréttir á netfangið netfrett@mbl.is. Áskrifendaþjónustan er opin í dag frá kl. 8-12. Meira »

30 barna leitað í 65 skipti

05:30 Færri leitarbeiðnir vegna týndra barna hafa borist lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í ár en á sama tíma í fyrra.  Meira »

Umferðin á uppleið

05:30 Friðleifur Ingi Brynjarsson, sérfræðingur hjá Vegagerðinni, segir það sæta tíðindum að umferðin á höfuðborgarsvæðinu í febrúar hafi verið meiri en sumarmánuðina 2016. Meira »

Huga að brunavörnum í Hallgrímskirkju

05:30 Hafist verður handa við að skipta um lyftu í Hallgrímskirkjuturni eftir páska.   Meira »

Verslun muni eflast

05:30 „Það hefur alltaf komið upp háreysti þegar verslunargötum með bílaumferð er breytt í göngugötur, en það hefur aftur á móti sýnt sig í hverri einustu borg þar sem það hefur verið gert að menn vilja ekki snúa aftur til fyrra horfs,“ segir Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna. Meira »

Færri senda skilaboð undir stýri

05:30 Á meðan æ færri framhaldsskólanemar viðurkenna í könnunum að tala óhandfrjálst í símann undir stýri, fjölgar þeim sem segjast nota símann í að leita að upplýsingum í miðjum akstri. Meira »