Hundur í óskilum á Akureyri

Ljósmynd/Lögreglan á Norðurlandi eystra

Á lögreglustöðinni á Akureyri er hundur í óskilum, en þar er þó ekki um að ræða liðsmenn samnefndrar hljómsveitar, heldur er leitað að eiganda hunds sem er þar niðurkominn.

Lögreglan á Norðurlandi eystra á Akureyri auglýsir á Facebook eftir eigandanum og birtir meðfylgjandi mynd með.

Til gamans má geta þess að dúettinn Hundur í óskilum, með þeim Eiríki G. Stephensen og Hjörleifi Hjartarsyni, er einmitt af Norðurlandi, en hljómsveitin var stofnuð í Svarfaðardal og hefur margoft spilað á Akureyri.

Uppfært: Á sama tíma og mbl.is birti færsluna lét lögreglan vita af því að hundurinn væri kominn til skila.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert