Þúsundir vildu taka til í Færeyjum

Ein af myndakindunum að störfum í Færeyjum sumarið 2016.
Ein af myndakindunum að störfum í Færeyjum sumarið 2016.

Færeyingar létu þau boð út ganga í vetur, að til stæði að loka helstu ferðamannastöðum eyjanna eina helgi í lok apríl og bjóða sjálfboðaliðum að koma og hjálpa til við að laga þar til og búa staðina undir sumarið. Það er óhætt að segja að viðbrögðin hafi komið þægilega á óvart.

„Umsóknirnar streymdu að frá öllum heimshornum: Evrópu, Ástralíu, Kína, Ameríku. Við fengum um 3.500 fyrirspurnir en getum aðeins tekið á móti 100 sjálfboðaliðum,“ segir Guðrið Højgaard, framkvæmdastjóri færeysku ferðamálastofunnar. „Þetta kom okkur mjög á óvart. Og þegar fólk frétti að búið væri að fylla hópinn nú spurði það hvort hægt væri að skrá sig á næstu árum. Við gætum verið fullbókuð til ársins 2050.“

Sjálfboðaliðarnir greiða sjálfir fyrir ferð sína til Færeyja en þar er þeim séð fyrir fæði og gistingu helgina 26. til 28. apríl. Guðrið segir, að umsóknir hafi borist frá fólki á öllum aldri en oftast er það ungt fólk, sem ferðast til landa til að vinna sjálfboðaliðastörf af þessu tagi. Greinilegt sé, að margir hafi áhuga á að heimsækja eyjarnar.

Erlendum ferðamönnum hefur farið fjölgandi í Færeyjum á undanförnum árum eða um 10% á ári að jafnaði og voru í fyrra um 100 þúsund talsins, samkvæmt upplýsingum frá færeysku ferðamálastofnunni. Guðrið segir, að þótt eyjaskeggjar vilji taka vel á móti ferðamönnum kæri þeir sig samt ekki um að þeim fjölgi um of og ljóst sé, að fjölförnustu staðirnir hafi látið nokkuð á sjá. Þess vegna hafi vaknað þessi hugmynd, að fá sjálfboðaliða til að hjálpa heimamönnum, að halda þeim við.

Færeyingar létu þau boð út ganga í vetur, að til ...
Færeyingar létu þau boð út ganga í vetur, að til stæði að loka helstu ferðamannastöðum eyjanna eina helgi í lok apríl og bjóða sjálfboðaliðum að koma og hjálpa til við að laga þar til og búa staðina undir sumarið. Ljósmynd/Visit Faroe islands

Verðlaunaherferðir

En hvort sem heimamönnum líkar betur eða verr hefur áhugi á Færeyjum aukist mikið á síðustu árum, ekki síst vegna óvenjulegra markaðsherferða Guðrið og hennar fólks, sem hafa vakið athygli fjölmiðla víða um heim. Skemmst er að minnast „kindavélanna“ svonefndu, Sheep View 360, vorið 2016 þegar vefmyndavélum var komið fyrir á fimm ám, sem gengu um í náttúrunni og bitu gras og hægt var að fylgjast með gegnum netið. Færeyingar sögðu þá, að með þessu væri bæði verið að kynna Færeyjar og þrýsta á tæknifyrirtækið Google, að setja eyjarnar inn í Street View.

Og þeim tókst hvort tveggja því síðar sama ár komu útsendarar Google til Færeyja með 360 gráðu myndavélar sem hafa síðan staðið heimamönnum og ferðamönnum til boða við að kortleggja götur og stíga í eyjunum. Árið eftir fengu kindavélarnar gullna ljónið á auglýsingahátíð í Cannes fyrir bestu ferðamálamarkaðsherferðina. Kostnaðurinn við herferðina var um það bil 20 milljónir íslenskra króna, en sérfræðingar áætluðu að verðmæti átaksins væri jafnvirði um 5 milljarða króna.

Í fyrra fékk svo önnur færeysk auglýsingaherferð, Faroe Islands Translate, bronsljónið á sömu hátíð þar sem snúið var upp á þýðingavél Google. Þá gat fólk sent setningar á eigin tungumáli með tölvupósti og fékk til baka myndskeið þar sem Færeyingar þýddu þessar setningar á færeysku. Alls bárust 1,3 milljónir slíkra óska frá 181 landi og nærri helmingur Færeyinga tók þátt í þýðingunum. Sérfræðingar áætluðu, að verðmæti þessarar markaðsherferðar næmi um 26 milljónum evra, nærri 3,6 milljarða króna. Hægt er að skoða þessi myndskeið á vefslóðinni www.faroeislandstranslate.com.

Það hefur heldur ekki dregið úr áhuga á Færeyjum, að nú í febrúar fékk veitingastaðurinn Koks, við Leynavatn á Straumey, aðra Michelinstjörnu.

Kirkjubær á Straumey, skammt frá Þórshöfn er einn mest sótti ...
Kirkjubær á Straumey, skammt frá Þórshöfn er einn mest sótti ferðamannastaður í Færeyjum. mbl.is/Einar Falur Ingólfsson
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Óánægja með viðtöl Bandaríkjamanna

14:05 Flugfarþegi lýsti í dag óánægju sinni með framgöngu manna í brottfararsal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar í Facebook-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar. Mennirnir tveir spurðu fólk spurninga um það hvert það hygðist ferðast. Meira »

Líf og fjör í páskaeggjaleit K100

12:49 Fjölmargir, ungir sem aldnir, litu við í Hádegismóum í dag þar sem fram fór páskaeggjaleit útvarpsstöðvarinnar K100. Líf og fjör var í leitinni og gestirnir nutu útivistarinnar til hins ýtrasta. Boðið var upp á veitingar fyrir alla. Meira »

Stormur sökk í Reykjavíkurhöfn

12:19 Lítill bátur með utanborðsmótora sem ber nafnið Stormur sökk í Reykjavíkurhöfn í gær. Unnið er að því að ná honum upp úr höfninni. Meira »

Göngunum lokað vegna mengunar

11:50 Loka þurfti fyrir umferð um Hvalfjarðargöng fyrr í morgun sökum þess að mengun í göngunum fór upp fyrir leyfileg mörk. Búið er að opna göngin aftur, en samkvæmt starfsmanni Vegagerðarinnar sem mbl.is ræddi við má búast við því að þetta gerist af og til um helgina. Meira »

Búið að opna að Dettifossi

10:50 Búið er að opna fyrir umferð um Dettifossveg frá Þjóðvegi 1 og norður að fossinum. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Vatnajökulsþjóðgarðs. Aðstæður á gönguleiðum við fossinn eru þó sagðar „vægast sagt fjölbreyttar“. Meira »

Tímaferðalag Ævars á svið

10:00 Ævar Þór Benediktsson hefur samið við Þjoðleikhúsið um að ný gerð af Þínu eigin leikriti verði frumsýnd á næsta leikári í leikstjórn Stefáns Halls Stefánssonar. Nýja leikritið verður byggt á bók Ævars Þitt eigið ævintýri – Tímaferðalag. Meira »

Skíðafærið á skírdag

09:24 Þrátt fyrir að skíðasnjó sé því miður ekki lengur að finna á suðvesturhorni landsins og búið sé að loka Bláfjöllum og Skálafelli endanlega þennan veturinn, er enn eitthvað af skíðasnjó í brekkunum fyrir norðan, austan og vestan. mbl.is tók saman stöðuna. Meira »

Sprett úr skíðaspori á Ísafirði í aðdraganda páskanna

09:07 Gleðin skein úr hverju andliti á Ísafirði í gær þegar sprettskíðaganga Craftsport hófst, en gangan markaði upphaf hinnar árlegu skíðaviku á Ísafirði. Meira »

250 þúsund króna munur vegna aldurs

08:18 Um 250 þúsund króna munur getur verið á ábyrgðartryggingu ökutækis á milli tryggingarfélaga, miðað við tilboð sem ungur ökumaður fékk í ökutækjatryggingu frá tveimur tryggingarfélögum. Meira »

Ekki gerðar tímakröfur á flugmenn

08:13 Þegar Icelandair ræður flugmenn til starfa er ekki gerð grunnkrafa um tiltekinn fjölda flugtíma, heldur hafa þær kröfur með tímanum vikið fyrir öðruvísi kröfum. Meira »

Færri fara á fjöll um páska en áður

07:57 Páskarnir eru tími sem fólk nýtir gjarnan í ferðalög um landið. En hvert liggur straumur Íslendinga í páskafríinu?  Meira »

Eldur kviknaði á hjúkrunarheimili

07:51 Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var sent af stað um kl. 7 í morgun vegna tilkynningar um eld í matsal á hjúkrunarheimili í Boðaþingi í Kópavogi. Eldurinn reyndist minniháttar. Meira »

Handalögmál vegna starfa bingóstjóra

07:17 Kona var slegin í andlitið eftir að hún reyndi að koma manni sem stýrði bingóleik á Gullöldinni í Grafarvogi til varnar, en sá hafði verið sakaður um svindl. Að öðru leyti byrjar páskahelgin vel hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Fréttaþjónusta mbl.is um páskana

05:30 Morgunblaðið kemur næst út laugardaginn 20. apríl. Fréttaþjónusta verður um páskana á mbl.is. Hægt er að koma ábendingum um fréttir á netfangið netfrett@mbl.is. Áskrifendaþjónustan er opin í dag frá kl. 8-12. Meira »

30 barna leitað í 65 skipti

05:30 Færri leitarbeiðnir vegna týndra barna hafa borist lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í ár en á sama tíma í fyrra.  Meira »

Umferðin á uppleið

05:30 Friðleifur Ingi Brynjarsson, sérfræðingur hjá Vegagerðinni, segir það sæta tíðindum að umferðin á höfuðborgarsvæðinu í febrúar hafi verið meiri en sumarmánuðina 2016. Meira »

Huga að brunavörnum í Hallgrímskirkju

05:30 Hafist verður handa við að skipta um lyftu í Hallgrímskirkjuturni eftir páska.   Meira »

Verslun muni eflast

05:30 „Það hefur alltaf komið upp háreysti þegar verslunargötum með bílaumferð er breytt í göngugötur, en það hefur aftur á móti sýnt sig í hverri einustu borg þar sem það hefur verið gert að menn vilja ekki snúa aftur til fyrra horfs,“ segir Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna. Meira »

Færri senda skilaboð undir stýri

05:30 Á meðan æ færri framhaldsskólanemar viðurkenna í könnunum að tala óhandfrjálst í símann undir stýri, fjölgar þeim sem segjast nota símann í að leita að upplýsingum í miðjum akstri. Meira »