Þúsundir vildu taka til í Færeyjum

Ein af myndakindunum að störfum í Færeyjum sumarið 2016.
Ein af myndakindunum að störfum í Færeyjum sumarið 2016.

Færeyingar létu þau boð út ganga í vetur, að til stæði að loka helstu ferðamannastöðum eyjanna eina helgi í lok apríl og bjóða sjálfboðaliðum að koma og hjálpa til við að laga þar til og búa staðina undir sumarið. Það er óhætt að segja að viðbrögðin hafi komið þægilega á óvart.

„Umsóknirnar streymdu að frá öllum heimshornum: Evrópu, Ástralíu, Kína, Ameríku. Við fengum um 3.500 fyrirspurnir en getum aðeins tekið á móti 100 sjálfboðaliðum,“ segir Guðrið Højgaard, framkvæmdastjóri færeysku ferðamálastofunnar. „Þetta kom okkur mjög á óvart. Og þegar fólk frétti að búið væri að fylla hópinn nú spurði það hvort hægt væri að skrá sig á næstu árum. Við gætum verið fullbókuð til ársins 2050.“

Sjálfboðaliðarnir greiða sjálfir fyrir ferð sína til Færeyja en þar er þeim séð fyrir fæði og gistingu helgina 26. til 28. apríl. Guðrið segir, að umsóknir hafi borist frá fólki á öllum aldri en oftast er það ungt fólk, sem ferðast til landa til að vinna sjálfboðaliðastörf af þessu tagi. Greinilegt sé, að margir hafi áhuga á að heimsækja eyjarnar.

Erlendum ferðamönnum hefur farið fjölgandi í Færeyjum á undanförnum árum eða um 10% á ári að jafnaði og voru í fyrra um 100 þúsund talsins, samkvæmt upplýsingum frá færeysku ferðamálastofnunni. Guðrið segir, að þótt eyjaskeggjar vilji taka vel á móti ferðamönnum kæri þeir sig samt ekki um að þeim fjölgi um of og ljóst sé, að fjölförnustu staðirnir hafi látið nokkuð á sjá. Þess vegna hafi vaknað þessi hugmynd, að fá sjálfboðaliða til að hjálpa heimamönnum, að halda þeim við.

Færeyingar létu þau boð út ganga í vetur, að til ...
Færeyingar létu þau boð út ganga í vetur, að til stæði að loka helstu ferðamannastöðum eyjanna eina helgi í lok apríl og bjóða sjálfboðaliðum að koma og hjálpa til við að laga þar til og búa staðina undir sumarið. Ljósmynd/Visit Faroe islands

Verðlaunaherferðir

En hvort sem heimamönnum líkar betur eða verr hefur áhugi á Færeyjum aukist mikið á síðustu árum, ekki síst vegna óvenjulegra markaðsherferða Guðrið og hennar fólks, sem hafa vakið athygli fjölmiðla víða um heim. Skemmst er að minnast „kindavélanna“ svonefndu, Sheep View 360, vorið 2016 þegar vefmyndavélum var komið fyrir á fimm ám, sem gengu um í náttúrunni og bitu gras og hægt var að fylgjast með gegnum netið. Færeyingar sögðu þá, að með þessu væri bæði verið að kynna Færeyjar og þrýsta á tæknifyrirtækið Google, að setja eyjarnar inn í Street View.

Og þeim tókst hvort tveggja því síðar sama ár komu útsendarar Google til Færeyja með 360 gráðu myndavélar sem hafa síðan staðið heimamönnum og ferðamönnum til boða við að kortleggja götur og stíga í eyjunum. Árið eftir fengu kindavélarnar gullna ljónið á auglýsingahátíð í Cannes fyrir bestu ferðamálamarkaðsherferðina. Kostnaðurinn við herferðina var um það bil 20 milljónir íslenskra króna, en sérfræðingar áætluðu að verðmæti átaksins væri jafnvirði um 5 milljarða króna.

Í fyrra fékk svo önnur færeysk auglýsingaherferð, Faroe Islands Translate, bronsljónið á sömu hátíð þar sem snúið var upp á þýðingavél Google. Þá gat fólk sent setningar á eigin tungumáli með tölvupósti og fékk til baka myndskeið þar sem Færeyingar þýddu þessar setningar á færeysku. Alls bárust 1,3 milljónir slíkra óska frá 181 landi og nærri helmingur Færeyinga tók þátt í þýðingunum. Sérfræðingar áætluðu, að verðmæti þessarar markaðsherferðar næmi um 26 milljónum evra, nærri 3,6 milljarða króna. Hægt er að skoða þessi myndskeið á vefslóðinni www.faroeislandstranslate.com.

Það hefur heldur ekki dregið úr áhuga á Færeyjum, að nú í febrúar fékk veitingastaðurinn Koks, við Leynavatn á Straumey, aðra Michelinstjörnu.

Kirkjubær á Straumey, skammt frá Þórshöfn er einn mest sótti ...
Kirkjubær á Straumey, skammt frá Þórshöfn er einn mest sótti ferðamannastaður í Færeyjum. mbl.is/Einar Falur Ingólfsson
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Greiðir ekki ­fólki með lausa kjara­samn­inga

16:34 Akureyrarbær ætlar ekki að greiða starfs­fólki með lausa kjara­samn­inga ein­greiðslu 1. ág­úst næstkomandi. Meirihluti bæjarráðs hafnar erindi Einingar-Iðju þess efnis og vísar jafnframt til þess að samningsumboð sveitarfélagsins vegna kjarasamninga er hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Meira »

Eldur í vinnuskúr í Kópavogi

16:11 Eldur kom upp í vinnuskúr á vegum Kópavogsbæjar við Fífuhvamm á þriðja tímanum í dag. Slökkviliði var kallað á vettvang og hefur það náð tökum á eldinum þótt enn logi. Nú er barist við að rífa af þaki og slökkva eldinn. Meira »

Ekki ákærðir vegna dauða ungrar konu

16:11 Héraðssaksóknari hefur fellt niður mál á hendur lögreglumönnum sem voru til rannsóknar vegna afskipta lögreglu af ungri konu sem dó á Landspítala síðar sama kvöld í apríl. Rannsókn málsins lauk í upphafi mánaðar. Meira »

Hótaði að skera kærustuna á háls

15:41 Maðurinn sem er grunaður um að stinga ann­an mann í heima­húsi í Nes­kaupstað um miðnætti 10. júlí síðastliðinn situr í gæsluvarðhaldi til 8. ágúst. Landsréttur staðfesti fjögurra vikna gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Austurlands. Meira »

Viðræður um Boeing-bætur standa yfir

15:36 Ekkert liggur fyrir um fjárhæð þeirra bóta sem Icelandair mun fá frá bandaríska flugvélaframleiðandanum Boeing vegna galla í Boeing 737 Max-vélunum, sem hafa verið kyrrsettar síðan í mars. Meira »

„Vona að þetta séu bara eftirhreytur“

15:05 Greining E.coli bakteríunnar í tveimur fullorðnum einstaklingum sem greint var frá í dag kom heilbrigðisyfirvöldum á óvart, bæði að smit hafi komið upp eftir að gripið var til aðgerða sem og að bakterían væri útbreiddari en áður hafi verið talið. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir. Meira »

Sterkur grunur um sýkingu í barni

14:59 Sterkur grunur er um E. coli sýkingu í rúmlega þriggja ára barni sem er með faraldsfræðilega tengingu við Efstadal. Í dag voru rannsökuð saursýni frá þremur einstaklingum varðandi mögulega E. coli sýkingu og gaf niðurstaða frá barninu sterkan grun um smit. Meira »

„Þessi óreiða bjó til einræðisherra“

14:30 „Þetta var þá ekki allt saman bara í hausnum mér,“ segir Ásta Guðrún Helgadóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata, á Facebook-síðu sinni um umræðu í röðum Pírata um samstarf í þingflokki flokksins við Birgittu Jónsdóttur. Hafa þingmenn flokksins dregið upp dökka mynd af samskiptum sínum við hana. Meira »

Mikilvægt „að anda með nefinu“

14:12 „Miklir hagsmunir geta auðvitað verið fyrir okkur í því að sumar jarðir séu í einhvers konar nýtingu. Það mætti auðvitað setja einhverjar reglur um það hvaða starfsemi eigi að vera á hvaða jörðum. En það ætti þá frekar að vera á könnu sveitarfélaganna.“ Meira »

Fylgi Sjálfstæðisflokksins aldrei minna

13:38 Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur aldrei mælst lægra í skoðanakönnunum fyrirtækisins MMR, en samkvæmt niðurstöðum þeirrar nýjustu er fylgi flokksins nú 19%. Lægst fór fylgið áður í 19,5% í janúar 2016. Meira »

Heyrði óp og allt varð rafmagnslaust

13:21 „Ég heyrði bara einhver óp og svo varð allt rafmagnslaust,“ segir Dagur Tómas Ásgeirsson stærðfræðingur, sem staddur er í miðborg Aþenu. Stór jarðskjálfti skók borgina í morgun og mældist 5,3 á Richter. Meira »

Nýi Herjólfur í slipp vegna galla

12:55 Taka þarf nýja Herjólf í slipp vegna galla sem reyndist vera í öðrum jafnvægisugganum. Þetta staðfestir G. Pétur Mattíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, í samtali við mbl.is en ferjan kom til landsins um miðjan síðasta mánuð. Meira »

Hagkvæms húsnæðis senn að vænta

12:47 Framkvæmdir geta nú hafist við byggingu fjölda íbúða sem eiga að vera ódýrar fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur. Sex aðilar eru komnir með fullgild lóðarvilyrði. Fleiri bíða þess að fá sitt staðfest. Meira »

Ekki búið að uppræta E.coli bakteríuna

12:31 Gerðar hafa verið auknar kröfur um úrbætur vegna E.coli í Efstadal II. Þetta kemur fram í frétt á vef embættisins. 21 hefur nú greinst með E.coli bakteríuna og var einn þeirra á ferð í Efstadal eftir að gripið var til aðgerða til að uppræta smit og smitleiðir. Meira »

Stöðvi tafarlaust innheimtu smálánaskulda

12:31 Neytendasamtökin skora á Almenna innheimtu ehf. að stöðva tafarlaust innheimtu á smálánaskuldum sem byggja á ólögmætum lánum. Fyrir liggur að vextir á smálánum eru margfalt hærri en heimilt er samkvæmt lögum. Meira »

Þyrftu þyrlu til að komast á staðinn

11:59 Það þyrfti þyrlu til að koma vísindamönnum á þann stað í Löngufjörum þar sem tugi grindhvala rak á land og því horfir ekki vel með sýnatöku. Þetta segir Gísli Arnór Víkingsson, hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun. Er þetta mesti fjöldi grindhvala sem hefur drepist hér við land frá 1986. Meira »

Miðflokkurinn tekur af Sjálfstæðisflokki

11:50 Miðflokkurinn er hástökkvari nýrrar skoðanakönnunar sem MMR birti í dag. Flokkurinn mælist með 14,4% fylgi og yrði þriðji stærsti flokkurinn ef boðað yrði til kosninga í dag. Að sama skapi lækkar fylgi Sjálfstæðisflokksins um rúm 3 prósentustig og mælist hann nú með 19,0% fylgi. Meira »

„Léttir að sjá vélina fara í loftið“

11:22 Oddur Ástráðsson, lögmaður ALC, segir að hann sé ofsalega ánægður með að þessum kafla sé nú lokið, en í morgun hélt flugvélin TF GPA af landi brott eftir þriggja og hálfs mánaða kyrrsetningu. Lögmenn félagsins voru í viðbragðsstöðu síðasta sólarhringinn ef eitthvað kæmi upp á síðustu stundu. Meira »

Byrjar betur en á síðasta ári

10:54 „Vertíðin fer betur af stað nú en í fyrra,“ segir Hjalti Einarsson, skipstjóri á Víkingi AK, sem kom til Vopnafjarðar síðdegis í gær með um 790 tonn af makríl. Meira »
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
BOLIR -1800
Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi BOLIR - 1800 ST.14-30 Sími 588 8050. - ...
Eldhússtólar
Til sölu 6 stk eldhússtólar, hvítir á stálfótum. Vel útlítandi. Verð kr 2500 st...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...