Viðrar vel til skíðaiðkunar fyrir norðan

Hlíðarfjall er opið í dag.
Hlíðarfjall er opið í dag. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Skíðasvæðin í Hlíðarfjalli, Skarðsdal og Oddsskarði eru opin í dag og viðrar ágætlega til skíðaiðkunar en von er á einhverri úrkomu síðar í dag. 

Í Hlíðarfjalli er opið milli klukkan 10 og 16 og ýmislegt um að vera í fjallinu, svo sem meistaramót í snjóbrettaiðkun. Einnar gráðu hiti er í fjallinu og tveir metrar á sekúndu. 

Sömuleiðis er opið milli 10 og 16 í Oddsskarði. Þar er þriggja gráðu frost og stillt veður, tveir metrar á sekúndu. 

Skíðasvæðið Skarðsdalur á Siglufirði verður einnig opið milli klukkan 10 og 16 í dag. Þar er tveggja gráðu frost og alskýjað, 7 til 13 metrar á sekúndu en lægja á eftir því sem líður á daginn. Göngubraut verður tilbúin í Hólsdal um klukkan 11. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert