Ályktun um kjararáð vísað í nefnd

Yfir 150 manns voru á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar um helgina.
Yfir 150 manns voru á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar um helgina. Ljósmynd/Berglaug Petra

Á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar sem fram fór um helgina var tekin fyrir tillaga til ályktunar um að fella beri úrskurð kjararáðs frá 29. október 2016, um laun forseta Íslands, þingfararkaup alþingismanna og launakjör ráðherra, úr gildi með lagasetningu.

Er þar vísað til hækkunar kjararáðs sem Alþýðusamband Íslands sagði meðal annars að væri eins og blaut tuska í andlit verkalýðshreyfingarinnar.

Tillagan var ekki tekin fyrir í stjórnmálaályktun flokksins sem samþykkt var eftir fundinn um helgina, en ákveðið var að vísa tillögunni til málefnanefndar. Nefndin mun því næst taka afstöðu til hennar fyrir landsfund Samfylkingarinnar á næsta ári, eða fyrir næsta flokksstjórnarfund sem er næsta haust.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert