„Aukaskrefin“ tryggja skólastarfið

Aðalbjörg var ásamt starfsfólki skólans að undirbúa skólahaldið sem hefst að nýju á morgun. Ríflega 200 börn verða í höfuðstöðvum KSÍ og um 100 börn í Þróttaraheimilinu í Laugardal og íþróttakennsla verður í fimleikasal Ármanns á sama stað. Loks verða um 40 börn í fyrsta bekk í skólaskúrunum við Fossvogsskóla.

Flutningarnir voru umfangsmiklir og töluverðu magni af skólagögnum þurfti að farga vegna myglunnar sem kom upp í Fossvogsskóla. Tölvur kennara þurftu til að mynda að fara í sérstaka hreinsun til þess að hægt væri að vinna á þær á nýjum stöðum.

Aðalbjörg segir alla vera að gera sitt besta í að gera aðstöðuna eins góða og hægt er og kann starfsfólki KSÍ, Þróttar, Ármanns og skóla- og frístundasviði borgarinnar miklar þakkir. „Það eru allir tilbúnir til að hjálpa okkur og ganga mjög mörg aukaskref fyrir það að liðka fyrir starfi Fossvogsskóla,“ segir hún en ekki varð ljóst fyrr en seint á föstudag hvar skólastarfið yrði í vikunni. 

mbl.is var í Laugardalnum í dag þar sem starfsfólk Fossvogsskóla vann hörðum höndum við að skipuleggja skólastarf næstu daga og vikna og var skólastarf á nýjum slóðum kynnt fyrir foreldrum barnanna nú síðdegis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert