Bótaskylt vegna húss sem má ekki rífa

Holtsgata 5.
Holtsgata 5. Ljósmynd/Ja.is

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur viðurkennt skaðabótaábyrgð íslenska ríkisins á tjóni sem framkvæmd laga um menningarminjar olli eiganda fasteignar á Holtsgötu í Reykjavík.

Framkvæmdin hafði í för mér sér að vegna þess að húsið var friðað gat maðurinn ekki nýtt sér rétt samkvæmt deiliskipulagi til að auka verulega byggingarmagn á lóð sinni. 

Maðurinn, sem er ekki löglærður, flutti málið sjálfur fyrir dómi. Húsið, sem var byggt árið 1904, var fyrst í eigu móður mannsins sem nú er látin. Málið nær aftur til ársins 2005 þegar borgarráð Reykjavíkur samþykkti deiliskipulag um svokallaðan Holtsgötureit þar sem húsið stendur. Þótt deiliskipulagið hafi fært móður mannsins ákveðin verðmæti, þar sem auka mátti byggingarmagn á lóð hennar umtalsvert, felldi hún sig ekki við skipulagið vegna fyrirætlana um byggingu fjölbýlishúss á næstu lóð.

Kærði hún því deiliskipulagið til æðra stjórnvalds og krafðist síðar bóta vegna þess í dómsmáli sem lyktaði með dómi Hæstaréttar 1. mars 2012. Féllst rétturinn ekki á það með konunni að deiliskipulagið hefði falið í sér skerðingu á verðmæti fasteignar hennar eða hagnýtingarmöguleikum svo bótaskyldu varðaði.

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur. mbl.is/Ófeigur

Árið 2015 fól dánarbú móður mannsins fasteignasölu að selja fasteignina. Mun hafa verið vikið að því í auglýsingu um fasteignina að heimilt væri samkvæmt deiliskipulagi að rífa húsið.

Þann 17. nóvember 2015 barst fasteignasölunni tölvupóstur frá Minjastofnun Íslands þar sem vakin var athygli á því að stofnunin myndi hvorki veita heimild til niðurrifs á húsinu né afnema friðun þess. Sú ákvörðun var síðar staðfest með úrskurði forsætisráðuneytisins. Í sama mánuði lagði fjölskylda mannsins fram fyrirspurn til Reykjavíkurborgar um það hvort heimilt væri að rífa húsið og byggja í stað þess hús í samræmi við gildandi deiliskipulag. Sú heimild fékkst ekki.

Húsið er 96,9 fermetrar en samkvæmt deiliskipulaginu sem maðurinn byggði málatilbúnað sinn á var þar gefið leyfi til að rífa húsið og byggja annað sem yrði að hámarki þrjár hæðir, kjallari og ris. Fram kemur að byggingarmagn á lóðinni skuli ekki fara yfir 235 fermetra. Í því fælist rúmlega 140% aukning byggingarmagns á lóðinni sem staðsett er miðsvæðis í Reykjavíkurborg.

Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði frá dómi kröfu hans um að viðurkennt yrði með dómi að stefndu, íslenska ríkið og Minjastofnun Íslands, séu sameiginlega bótaskyldir vegna tjónsins sem tafir af völdum stjórnsýslumeðferðar og ákvarðana stefndu hafi valdið honum við ráðstöfun fasteignar sinnar.

Við úrlausn málsins var litið sérstaklega til þess að umrædd réttindi samkvæmt deiliskipulagi höfðu komið til áður en lög nr. 80/2012 voru sett. Þá var orðið ljóst að maðurinn varð fyrir tjóni sem bar að bæta og var því fallist á viðurkenningarkröfu hans. Stefndu var gert að greiða honum sameiginlega 1,2 milljónir króna í málskostnað.

mbl.is

Innlent »

Utanlandsferðum fjölgar

10:15 Hlutfall íslendinga sem ferðast erlendis hefur farið stigvaxandi frá árinu 2009 þegar aðeins 44% Íslendinga fóru í utanlandsferð, en árið 2018 ferðuðust 83% landsmanna erlendis og var meðalfjöldi utanlandsferða 2,8. Meira »

50 undir áhrifum vímuefna

10:10 Yfir páskahelgina hafði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu afskipti af um 50 ökumönnum vegna gruns um akstur bifreiðar undir áhrifum áfengis og eða ávana- og fíkniefna. Meira »

Verður vonandi bara skammtímavandamál

10:05 Sala á ferskum íslenskum sjávarafurðum til Bandaríkjanna er háð flutningum með flugi. Með gjaldþroti WOW kom babb í bátinn og gæti fiskurinn þurft að fara lengri leið á markað vestanhafs. Meira »

Rykmökkur frá Sahara á leiðinni

07:57 „Nú hefur mikill rykmökkur tekið sig upp úr Sahara-eyðimörkinni og leggst yfir Miðjarðarhafið“, segir Trausti Jónsson veðurfræðingur í pistli á bloggsíðu sinni Hungurdiskum. Meira »

Snjókoma á Egilsstöðum

07:10 Í nótt nálguðust hitaskil landið úr austri. Fremst í skilunum er úrkoman ýmist snjókoma eða slydda og sem dæmi má nefna að í veðurathugun nú kl. 6 var snjókoma bæði á Egilsstöðum og Dalatanga. Meira »

Sóttu veikan sjómann

06:49 Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar sótti veikan sjómann um borð í erlendu skipi í um 30 sjómílna fjarlægð frá landi seint í gærkvöldi. Meira »

Dópaðir og drukknir ökumenn á ferðinni

06:27 Flest málanna sem rötuðu á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær og í nótt tengjast akstri undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Einn ökumaður er vistaður í fangageymslum lögreglunnar en hann var stöðvaður í miðborginni í nótt.   Meira »

Geymsla dekkja í fjölbýli varasöm

05:30 Talið er að eldsvoði í fjölbýli við Sléttuveg 7 hafi átt upptök sín í dekkjum eða rusli. Slökkviliðið segir varasamt að geyma mikið af dekkjum saman þar sem þau séu mikill eldsmatur. Slökkviliðið fær reglulega útköll þar sem kviknað hefur í dekkjum. Meira »

Mikið eftir í kjaraviðræðum

05:30 „Þeir albjartsýnustu segja að við semjum í byrjun júní en ég er hræddur um að við gefum þessu tíma fram í júní. Það er mikið eftir,“ segir Árni Stefán Jónsson, formaður stéttarfélagsins Sameykis. Meira »

Aukningin mest frá Þeistareykjum

05:30 Þeistareykjavirkjun framleiddi 671 GWh af raforku á árinu 2018 en virkjunin komst í fullan rekstur á því ári. Fyrri vélasamstæðan var tekin í notkun í nóvember 2017 og samkvæmt upplýsingum Orkustofnunar framleiddi virkjunin um 71 GWh á því ári. Meira »

Hætta á árekstrum

05:30 Kauphöllin, Nasdaq Iceland hf., leggst gegn því að eftirlit með hegðun á fjármálamarkaði verði fært undir Seðlabankann.  Meira »

Katrín í 17. sæti þeirra launahæstu

05:30 Katrín Jakobsdóttir er í 17. sæti lista bandaríska dagblaðsins USA Today yfir tuttugu launahæstu þjóðarleiðtoga heimsins.  Meira »

Árásirnar á Srí Lanka ráðgáta

Í gær, 22:31 Jón Óskar Sólnes, sjónvarpsmaður og fyrrverandi yfirmaður norrænu friðargæslunnar á Srí Lanka, segir í samtali við mbl.is að hryðjuverkin í landinu koma sér mjög á óvart, sérstaklega vegna þess hversu mikið skipulag þarf að vera að baki samstilltum árásum eins og á Srí Lanka í gær. Meira »

Tvö ár á leiðinni til Þorbjargar

Í gær, 21:12 „Við fórum í göngutúr í fjörunni á Mýrum í Borgarfirði fyrir neðan Akra. Við vorum þarna í sumarbústað,“ segir Þorbjörg Erla Jensdóttir. Í göngutúrnum fannst flöskupóstur frá sex ára stúlku og var hann ritaður á norsku. Sendandinn er fundinn, en skeytið var sent fyrir tveimur árum. Meira »

Sex vikna leysingar á tíu dögum

Í gær, 21:10 „Þetta er óvenjulega snemmt, það er óhætt að segja það. Yfirleitt er enn þá verið að ganga á snjó,“ segir Guðmundur Ögmundsson, þjóðgarðsvörður í Ásbyrgi, í samtali við mbl.is um snögga leysingu í Jökulsárgljúfri nálægt Dettifossi. Meira »

Töluverðar reykskemmdir í sumarhúsi

Í gær, 18:59 Búið er að slökkva eld sem kom upp í sumarhúsi við Tjarn­ar­götu, Grafn­ings­meg­in við Þing­valla­vatn á fimmta tím­an­um. Húsið verður vaktað fram eftir kvöldi til að tryggja að engar glæður lifi þar enn. Meira »

Páskahátíð í afskekktasta bæ Grænlands

Í gær, 17:49 Þrettándu páskahátíð Hróksins í Ittoqqortoormiit, afskekktasta bæ Grænlands, lauk á mánudag með Air Iceland Connect-hátíðinni ,,Dagur vináttu Íslands og Grænlands". Meira »

Eldur í sumarhúsi á Þingvöllum

Í gær, 17:26 Tilkynnt var um eld í sumarhúsi við Tjarnargötu, Grafningsmegin við Þingvallavatn á fimmta tímanum og eru slökkviliðsmenn frá Selfossi og Laugarvatni á vettvangi. Meira »

Sungu af gleði í hádeginu

Í gær, 17:09 Heimilislausum var boðið til hádegisverðar í dag og mættu um 40. „Þetta var algjör páskaveisla og þvílík gleði í mannskapnum,“ segir Guðrún Hauksdóttir Schmidt, skipuleggjandi viðburðarins. „Þetta var alveg stórkostlegur matur. Þetta var lamb og svínakjöt með öllu tilheyrandi.“ Meira »
Tæki fyrir traktorinn
Við erum með jarðtætara, hagasláttuvélar, kurlara og allt mögulegt fyrir traktor...
Greinakurlarar
Eigum til 15 hp greinakurlara með bensínmótor. Taka allt að 100mm greinar. Upp...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
Varstu í bústað, ólykt eftir vetur, viltu eyða
Varstu í bústaðnum, var ólykt / fúkkalykt eftir veturinn, viltu eyða, hér er lau...