Eldur í rafmagnsvespu í Breiðholti

Kviknaði í rafmagnsvespu síðdegis í Breiðholtinu.
Kviknaði í rafmagnsvespu síðdegis í Breiðholtinu. mbl.is/Eggert

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út um kortér yfir fjögur í dag eftir að kviknaði í rafmagnsvespu fyrir utan Hagabakarí við Hraunberg 4 í Breiðholti, segir vaktstjóri slökkviliðsins í samtali við mbl.is.

Tilvikið telst minni háttar og var ekkert manntjón, né eignatjón umfram rafmagnsvespuna sem skemmdist þó nokkuð. Þá var aðeins einn bíll slökkviliðsins sendur á staðinn og gekk auðveldlega að slökkva eldinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert