Fataiðn er mjög skapandi

Bryndís Böðvarsdóttir við gínur sem eru ómissandi við sniðagerð. Hún …
Bryndís Böðvarsdóttir við gínur sem eru ómissandi við sniðagerð. Hún segir aðsókn hafa aukist í námið. mbl.is/Sigurður Bogi

Gleðin í starfinu felst í því að skapa eitthvað fallegt. Það er líka sagt að fötin skapi manninn og því felst margt í þeim iðnum sem við kennum,“ segir Bryndís Böðvarsdóttir, kennari í fataiðn við Handverksskólann – sem er einn af þeim undirskólum sem mynda Tækniskólann – skóla atvinnulífsins.

Fjölmenni sótti námskynninguna Mín framtíð 2019 sem var í Laugardalshöll í Reykjavík frá fimmtudegi til og með laugardegi. Hátt í 200 ungmenni kepptu á hátíðinni um Íslandsmeistaratitil í sínu fagi, en aðalmálið var kynning 33ja skóla víða um land á hinum ýmsu námsleiðum sem bjóðast. Þúsundir nema úr grunnskólum, víða á landinu, mættu á svæðið.

Fleiri í fatanámið

Á Íslandi er rík hefð fyrir því að ungmenni fari í bóknám og brautskráist með stúdentspróf. Reynt er þó eftir megni að vekja áhuga ungs fólks á möguleikunum sem bjóðast í iðnnámi og víst eru tækifærin þar mörg, hvort sem það er í trésmíði, málmiðnum, matreiðslu, fiskvinnslu og svo mætti áfram telja. Og svo eru það handverkið og fötin sem margir sýndu áhuga.

„Aðsóknin hefur verið að aukast. Í fyrravetur voru um 30 nemar hjá okkur á fataiðnbraut en eru núna um 50. Við eigum hins vegar talsvert í að ná því sem var fyrst eftir hrun. Þá var mikil vakning fyrir hverskonar handverki og skapandi greinum og nemendurnir hátt í 120 talsins þegar best lét,“ segir Bryndís.

Sjá samtal við Bryndísi í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert