Hafnarfjörður dregur úr samstarfi við SSH

Frá Hafnarfirði.
Frá Hafnarfirði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Samþykkt var á bæjarráðsfundi Hafnarfjarðarbæjar á föstudag að hætta að annast ferðaþjónustu fatlaðra í samstarfi við Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Þess í stað mun bærinn undirbúa útboð á þjónustunni.

Tillagan var samþykkt með fjórum atkvæðum gegn einu atkvæði fulltrúa Samfylkingarinnar, en Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir að breið samstaða ríki meðal bæjarfulltrúa um málið.

Samstarf Hafnarfjarðarbæjar og SSH hófst árið 2014 og segir Rósa að síðan þá hafi kostnaður vegna ferðaþjónustu fatlaðra aukist um helming. „Við viljum hverfa aftur til fyrra horfs og freista þess að færa þjónustuna nær,“ segir Rósa í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »