Heimaþjónusta og áfengisvandamál

mbl.is/Skapti Hallgrímsson

„Sumir eru ekki tilbúnir að hætta að drekka en þurfa samt heimaþjónustu. Okkur hefur reynst best að mæta fólki þar sem það er statt og reyna að minnka skaðann sem einstaklingurinn veldur sjálfum sér og umhverfi sínu. Við reynum að styðja fólk og vinna traust þess frekar en að skamma það.“

Þetta sagði Líney Úlfarsdóttir, sálfræðingur hjá þjónustumiðstöð Laugardals og Hlíða. Hún og Sigrún Ingvarsdóttir, félagsráðgjafi og deildarstjóri, héldu erindi um fíkn og þjónustu á vísindadegi Rannsóknarstofu HÍ og Landspítala í öldrunarfræðum þar sem fjallað var um fíknivanda á meðal aldraðra.

Líney sagði að erfitt geti verið að ná markmiðum heimaþjónustunnar þegar skjólstæðingar misnotuðu lyf eða áfengi. „Það er ekki alltaf einstaklingurinn sem fær þjónustuna sem er vandamálið heldur óæskilegur félagsskapur sem safnast að honum þegar hann er í þessu ástandi.“

Dæmi eru um að starfsfólk heimaþjónustunnar hafi ekki getað sinnt starfi sínu vegna ástandsins og þá tilkynnt það. Í einstaka tilfellum hefur þjónustu verið hætt, að því er fram kemur í fréttaskýringu um þetta efni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert