Ísland í sjöunda sæti

mbl.is/Kristinn Magnússon

Alls námu heildarútgjöld í rannsóknir og þróunarstarf á Ísland 55 milljörðum króna árið 2017, eða 2,1% af vergri landsframleiðslu (VLF).

Hagstofa Evrópusambandsins, Eurostat, hefur gefið út bráðabirgðatölur fyrir 28 lönd Evrópusambandsins, auk Noregs og Íslands. Þar er Ísland með sjöundu hæstu heildarútgjöldin sem hlutfall af VLF, en meðaltal 28 landa Evrópusambandsins er 2,07%.

Hæstu heildarútgjöldin eru í Svíþjóð, eða 3,4% af VLF, en í Noregi voru útgjöldin sambærileg og á Íslandi, eða 2,09% af VLF, samkvæmt útgáfu Eurostat.

Endurskoðun frá áður útgefnum tölum Hagstofunnar fól í sér minni háttar breytingar á útgjöldum, auk þess sem verg landsframleiðsla ársins 2017 hefur verið endurskoðuð.

Hér er hægt að skoða listann yfir ríkin 30 á vef Hagstofu Íslands

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert