Íslendingum gengur vel á heimsleikunum

Keppendur Íslands eru 38 talsins. Þeir fjölmenntu á setningarathöfn heimsleikanna.
Keppendur Íslands eru 38 talsins. Þeir fjölmenntu á setningarathöfn heimsleikanna.

Heimsleikar Special Olympics hófust á fimmtudaginn og standa nú yfir í Dubai og Abu Dhabi en þar taka 38 Íslendingar þátt í 10 íþróttagreinum.

Vel hefur gengið á mótinu og tryggði karlalandsliðið í knattspyrnu fatlaðra sér sæti í úrslitum mótsins með 3-0 sigri gegn Írlandi á laugardag. Síðasti leikurinn liðsins í riðlinum er gegn Eistlandi og fer fram í dag klukkan hálfellefu.

Í umfjöllun um þátttöku í leikunum segir Anna Karólína Vilhjálmsdóttir, einn af fararstjórum íslenska hópsins, keppnina síður en svo snúast um verðlaun og árangur, heldur frekar styrkingu sjálfsmyndar keppenda.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert