MFFÍ vísar til sáttasemjara

Mjólkurfræðingafélag Íslands hefur vísað deilu sinni við SA til ríkissáttasemjara. …
Mjólkurfræðingafélag Íslands hefur vísað deilu sinni við SA til ríkissáttasemjara. 85 mjólkurfræðingar eru meðlimir í félaginu. mbl.is/Árni Sæberg

Mjólkurfræðingafélag Íslands (MFFÍ) vísaði viðræðum sínum um nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara á föstudaginn.

Þegar hefur félagið átt tvo fundi við SA en á fimmtudaginn var fundur þeirra við samtökin afboðaður. Félagið telur um 85 mjólkurfræðinga og er í meginatriðum í samvinnu við iðnaðarmannafélögin í kjaraviðræðunum.

Eiríkur Ingvarsson, formaður MFFÍ, segir að viðræðurnar fram að þessu hafi verið svo að segja árangurslausar og því sé gripið til þessa ráðs. Auk þess hafi samflotsfélög MFFÍ þegar vísað sinni deilu til sáttasemjara og því liggi þetta beinast við. Um flest fylgir MFFÍ iðnaðarmannafélögunum að málum í við ræðunum en mjólkurfræðingar eru sér á báti með ákveðin sérmál, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert