Ráðherra fór nokkuð geyst fram

Formaður dómstólasýslunnar segir stjórnvöld hafa talað nokkuð óvarlega áður en …
Formaður dómstólasýslunnar segir stjórnvöld hafa talað nokkuð óvarlega áður en faglegt mat var lagt á dóm Mannréttindadómstóls Evrópu. mbl.is/Hallur Már

Ekki var einhugur innan stjórnar dómstólasýslunnar um samþykkt bókunar eftir fund hennar á föstudag, en tilefnið var dómur Mannréttindadómstóls Evrópu frá 12. mars síðastliðnum er varðar skipun dómara í Landsrétt.

Benedikt Bogason, formaður stjórnar dómstólasýslunnar, segir í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag, að  stjórnvöld hafi farið nokkuð geyst í að fullyrða það að vísa ætti dómi Mannréttindadómstólsins til yfirdeildar hans áður en faglegt mat var lagt á slíkt.

„Í fyrsta viðtali eftir að dómurinn féll lýsti þáverandi dómsmálaráðherra því yfir að það væri stefnt að því að skjóta málinu áfram. Það þarf að staldra við og meta kosti og galla þess að annars vegar skjóta málinu áfram og vera í óvissu til framtíðar, eða þá að una þessum dómi og gera þá þær lagfæringar sem efni eru til,“ segir Benedikt.

Bókun stjórnar dómstólasýslunnar um að meta skuli áhrif málskots til yfirdeildar Mannréttindadómstólsins áður en ákvörðun um slíkt er tekin var samþykkt með fjórum atkvæðum gegn einu. Ekki var einhugur innan stjórnar um að senda slíka afstöðu frá sér í fréttatilkynningu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert